Thursday, December 6, 2007

Superbad


Þetta er fyrsta myndin sem ég sé tvisvar sinnum í bíó. Einfaldlega fyndnasta mynd sem ég hef séð. Seth Rogen sem er annar handritshöfunda myndarinnar er nýlega kominn inn í þennan bransa, sem grín leikari og höfundur og að mínu mati strax orðinn einn sá allra allra besti. Myndin er einfaldlega meistaralega skrifuð og samtölin sem eru svo ótrúlega disturbing og gróf eru bráðfyndin. Ég hló næstum stanslaust frá upphafi til enda. Myndin fjallar um 3 merkilega furðulega stráka sem eru að klára High School og hafa aldrei náð neinum vinsældum þar og eru eiginlega frekar glataðir. Þeir fá hins vegar það verkefni hjá einni af „vinsælu stelpunum“ í skólanum að redda áfengi fyrir útskriftarpartyið þeirra. Þetta taka þeir mjög alvarlega og myndin er í raun bara þetta eina kvöld og vesenið sem þeir ganga í gegnum til að komast yfir áfengið.

Mynd sem allir ÞURFA að sjá sem hafa gaman af fáránlega grófu bulli.

Hér er skemmtilegt dæmi um samtölin:

Evan: You could always subscribe to a site like Perfect Ten. I mean that could be anything, it could be a bowling site.
Seth: Yeah, but it doesn't actually show dick going in which is a huge concern.
Evan: Right, I didn't realize that.
Seth: Besides, have you ever seen a vagina by itself?
Evan: No.
Seth: [shakes his head] Not for me.

V for Vendetta


Þarna er á ferðinni önnur mynd sem sýnir framtíðina á dökkan hátt þar sem frelsið hefur verið skert mikið. Þessar tvær myndir V for Vendetta og Equilibrium mjög áþekkar og gera báðar áð fyrir einræðisstjórn og skelfilegri spillingu. Í báðum myndunum er aðalpersónan uppreisnarseggur þar sem markiðið er að steypa stjórninni og koma af stað byltingu til að bjarga þjóðinni. V er reyndar að þessu í hefndarskyni þó hitt sé mikilvægt líka... V fer Vendetta kemst mjög hátt á listann yfir mínar uppáhalds myndir og er ég þar aðallega hrifinn af handritinu, samtöl eru rosalega flott og plottið alveg uppá 10.

Equilibrium


Epuilibrium kom út árið 2002 og var leikstýrt af Kurt Wimmer. Þetta er framtíðarmynd, ádeila á samfélagið sem við lifum í og hvernig það er að þróast, þó mjög langsótt. Farmtíðarsýn höfundar er mjög svört. öllum er skylt að taka inn lyf sem deyfir niður allar andlegar tilfinningar. Allt er mjög grátt og dautt þarna, enda er öll list og allt sem veitir hamingju bannað þarna og liggur dauðarefsing við hverskonar umstangi kringum þessháttar. Aðalpersónan John Preston er hátt settur í lögreglunni þarna og hafa þeir þróað bardagalist með þar sem byssum er beitt á stórfurðulegan hátt, allt reiknað út útfrá stærðfræðilegum aðferðum til að valda sem mestum skaða á sem skemmstum tíma. Preston sleppir þessum lyfjum sem öllum ber að taka og áttar sig á tilfinningum í fyrsta skipti og gengur í lið uppreisnarmanna og reynir að steypa stjórninni. Bardagaatriði myndarinnar eru alveg rosaleg og að því leyti er myndin með þeim betri sem ég hef séð. Þetta er stórgóð mynd sem fær mann til þess að hugsa svolítið. Mjög flott pæling og skemmtilega unnið úr henni.

National Lampoons: Christmas Vacation


Þetta meistarastykki kom út árið 1989 og af einhverjum ástæðum hef ég víst horft á hana hverju einasta Þorláksmessukvöldi síðan, svo ég hef séð þessa mynd nokkuð oft. Hún er svo skemmtilega jólaleg og fáránleg að það er allt í besta lagi að horfa á hana aftur og aftur. Aðalleikarinn Chevy Chase sem er náttúrulega gamalreyndur snillingur úr Saturday night live og kann sitt fag leikur seríubrjálaðan fjölskylduföður sem er alveg á mörkum þess að tapa sér alveg í hamingju og dásemd jólanna. Þetta er mynd sem allir ættu að sjá að minnsta kosti 10-20 sinnum yfir ævina held ég og er upplögð einmitt á Þorláksmessu til a létta aðeins á fólki og losa stressið sem fylgir þessum undirbúningi.

Ocean‘s Thirteen


Þegar ég frétti að þessi mynd væri að fara að koma fór ég að hlakka til að sjá hana í bíó, en eins stundum gerist lak höfundardisknum á netið áður en hún kom í bíóhúsin og ég freistaðist til að kíkja bara á hana heima. Það var góð ákvörðun því þessi mynd fannst mér ekki virði þessara 950 króna sem ég hefði annars þurft að borga ( þakka p2p kerfinu innilega þar). Þessi mynd var svona aðeins of mikið, þarna var búið að mjólka þessa hugmynd svo mikið að það var ekkert eftir. Hún var alveg eins og hinar 2, rániðvar planað.. og því var framfylgt. Í þetta skiptið var samt planið svo öruggt að í raun gat ekki neitt farið úrskeiðis svo þetta var eiginlega bara plottið planað og myndin búin. Myndina vantaði alla spennu sem hinar myndirnar 2 höfðu, en var þó alveg fyndin og hress á köflum.

Ocean‘s Twelve


Eins og fyrri myndin skartar þessi þessu líka þotuliði af leikurum og er nú erfitt að gera mynd mjög lélega með svona góða leikara. Þessi mynd kemst þó ekki með tærnar þar sem Ocean‘s Eleven var með hælana en að mínu mati er hún samt mjög skemmtileg. Í þessari mynd finnur semsagt eigandi spilavítanna 5 út hverjir rændu hann og heimtar endurgreiðslu með himinháum vöxum og hótar að drepa þá alla ef þeir ekki borga. Þeir hafa þá auðvitað flestir hverjir eytt miklum hluta peningana, svo þeir þurfa hefja ránin á ný til að verða sér út um peninga til að borga. Þarna eru enn skærir og fjölbrettir litir mjög áberandi og er ég þá kominn á þá niðurstöðu að það sé einkenni leikstjórans. Þetta er alveg fín mynd, en alls ekkert stórkostleg.

Ocean‘s Eleven


Hefur lengi verið eina af mínum uppáhaldsmyndum. Myndin er endurgerð frá árinu 2001 af samnefndri mynd frá árinu 1960. Myndin skartar merkilega mörgum þekktum leikurum og þar má nefna, George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Elliot Gould, Julia Roberts og fleiri. Myndin fjallar um hóp 11þjófa sem ákveða að ræna 5 spilavíti á einni nóttu. Plottið í myndinni er rosalega flott og mikill hluti hennar fer í skipulagningu á plottinu og skýringar á því. Myndin er mjög kómísk og hress og vel hægt að horfa á hana oftar en einu sinni. Myndin er full af litum og eru þeir augljóslega mikið atriði hjá leikstjóranum Steven Soderbergh, en það er reyndar kannski túlkun hans á glamúrnum í Las Vegas, en það er einmitt þar sem myndin gerist.