Thursday, December 6, 2007

Superbad


Þetta er fyrsta myndin sem ég sé tvisvar sinnum í bíó. Einfaldlega fyndnasta mynd sem ég hef séð. Seth Rogen sem er annar handritshöfunda myndarinnar er nýlega kominn inn í þennan bransa, sem grín leikari og höfundur og að mínu mati strax orðinn einn sá allra allra besti. Myndin er einfaldlega meistaralega skrifuð og samtölin sem eru svo ótrúlega disturbing og gróf eru bráðfyndin. Ég hló næstum stanslaust frá upphafi til enda. Myndin fjallar um 3 merkilega furðulega stráka sem eru að klára High School og hafa aldrei náð neinum vinsældum þar og eru eiginlega frekar glataðir. Þeir fá hins vegar það verkefni hjá einni af „vinsælu stelpunum“ í skólanum að redda áfengi fyrir útskriftarpartyið þeirra. Þetta taka þeir mjög alvarlega og myndin er í raun bara þetta eina kvöld og vesenið sem þeir ganga í gegnum til að komast yfir áfengið.

Mynd sem allir ÞURFA að sjá sem hafa gaman af fáránlega grófu bulli.

Hér er skemmtilegt dæmi um samtölin:

Evan: You could always subscribe to a site like Perfect Ten. I mean that could be anything, it could be a bowling site.
Seth: Yeah, but it doesn't actually show dick going in which is a huge concern.
Evan: Right, I didn't realize that.
Seth: Besides, have you ever seen a vagina by itself?
Evan: No.
Seth: [shakes his head] Not for me.

V for Vendetta


Þarna er á ferðinni önnur mynd sem sýnir framtíðina á dökkan hátt þar sem frelsið hefur verið skert mikið. Þessar tvær myndir V for Vendetta og Equilibrium mjög áþekkar og gera báðar áð fyrir einræðisstjórn og skelfilegri spillingu. Í báðum myndunum er aðalpersónan uppreisnarseggur þar sem markiðið er að steypa stjórninni og koma af stað byltingu til að bjarga þjóðinni. V er reyndar að þessu í hefndarskyni þó hitt sé mikilvægt líka... V fer Vendetta kemst mjög hátt á listann yfir mínar uppáhalds myndir og er ég þar aðallega hrifinn af handritinu, samtöl eru rosalega flott og plottið alveg uppá 10.

Equilibrium


Epuilibrium kom út árið 2002 og var leikstýrt af Kurt Wimmer. Þetta er framtíðarmynd, ádeila á samfélagið sem við lifum í og hvernig það er að þróast, þó mjög langsótt. Farmtíðarsýn höfundar er mjög svört. öllum er skylt að taka inn lyf sem deyfir niður allar andlegar tilfinningar. Allt er mjög grátt og dautt þarna, enda er öll list og allt sem veitir hamingju bannað þarna og liggur dauðarefsing við hverskonar umstangi kringum þessháttar. Aðalpersónan John Preston er hátt settur í lögreglunni þarna og hafa þeir þróað bardagalist með þar sem byssum er beitt á stórfurðulegan hátt, allt reiknað út útfrá stærðfræðilegum aðferðum til að valda sem mestum skaða á sem skemmstum tíma. Preston sleppir þessum lyfjum sem öllum ber að taka og áttar sig á tilfinningum í fyrsta skipti og gengur í lið uppreisnarmanna og reynir að steypa stjórninni. Bardagaatriði myndarinnar eru alveg rosaleg og að því leyti er myndin með þeim betri sem ég hef séð. Þetta er stórgóð mynd sem fær mann til þess að hugsa svolítið. Mjög flott pæling og skemmtilega unnið úr henni.

National Lampoons: Christmas Vacation


Þetta meistarastykki kom út árið 1989 og af einhverjum ástæðum hef ég víst horft á hana hverju einasta Þorláksmessukvöldi síðan, svo ég hef séð þessa mynd nokkuð oft. Hún er svo skemmtilega jólaleg og fáránleg að það er allt í besta lagi að horfa á hana aftur og aftur. Aðalleikarinn Chevy Chase sem er náttúrulega gamalreyndur snillingur úr Saturday night live og kann sitt fag leikur seríubrjálaðan fjölskylduföður sem er alveg á mörkum þess að tapa sér alveg í hamingju og dásemd jólanna. Þetta er mynd sem allir ættu að sjá að minnsta kosti 10-20 sinnum yfir ævina held ég og er upplögð einmitt á Þorláksmessu til a létta aðeins á fólki og losa stressið sem fylgir þessum undirbúningi.

Ocean‘s Thirteen


Þegar ég frétti að þessi mynd væri að fara að koma fór ég að hlakka til að sjá hana í bíó, en eins stundum gerist lak höfundardisknum á netið áður en hún kom í bíóhúsin og ég freistaðist til að kíkja bara á hana heima. Það var góð ákvörðun því þessi mynd fannst mér ekki virði þessara 950 króna sem ég hefði annars þurft að borga ( þakka p2p kerfinu innilega þar). Þessi mynd var svona aðeins of mikið, þarna var búið að mjólka þessa hugmynd svo mikið að það var ekkert eftir. Hún var alveg eins og hinar 2, rániðvar planað.. og því var framfylgt. Í þetta skiptið var samt planið svo öruggt að í raun gat ekki neitt farið úrskeiðis svo þetta var eiginlega bara plottið planað og myndin búin. Myndina vantaði alla spennu sem hinar myndirnar 2 höfðu, en var þó alveg fyndin og hress á köflum.

Ocean‘s Twelve


Eins og fyrri myndin skartar þessi þessu líka þotuliði af leikurum og er nú erfitt að gera mynd mjög lélega með svona góða leikara. Þessi mynd kemst þó ekki með tærnar þar sem Ocean‘s Eleven var með hælana en að mínu mati er hún samt mjög skemmtileg. Í þessari mynd finnur semsagt eigandi spilavítanna 5 út hverjir rændu hann og heimtar endurgreiðslu með himinháum vöxum og hótar að drepa þá alla ef þeir ekki borga. Þeir hafa þá auðvitað flestir hverjir eytt miklum hluta peningana, svo þeir þurfa hefja ránin á ný til að verða sér út um peninga til að borga. Þarna eru enn skærir og fjölbrettir litir mjög áberandi og er ég þá kominn á þá niðurstöðu að það sé einkenni leikstjórans. Þetta er alveg fín mynd, en alls ekkert stórkostleg.

Ocean‘s Eleven


Hefur lengi verið eina af mínum uppáhaldsmyndum. Myndin er endurgerð frá árinu 2001 af samnefndri mynd frá árinu 1960. Myndin skartar merkilega mörgum þekktum leikurum og þar má nefna, George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Elliot Gould, Julia Roberts og fleiri. Myndin fjallar um hóp 11þjófa sem ákveða að ræna 5 spilavíti á einni nóttu. Plottið í myndinni er rosalega flott og mikill hluti hennar fer í skipulagningu á plottinu og skýringar á því. Myndin er mjög kómísk og hress og vel hægt að horfa á hana oftar en einu sinni. Myndin er full af litum og eru þeir augljóslega mikið atriði hjá leikstjóranum Steven Soderbergh, en það er reyndar kannski túlkun hans á glamúrnum í Las Vegas, en það er einmitt þar sem myndin gerist.

Pirates of the Sylicon Valley


Veit ekki afhverju mér datt í hug að sjá þessa mynd, en mér leiddist alveg ógeðslega mikið OG var veikur. Myndin fjallar semsagt um upphaf heimilistölvuiðnaðarins og fer í grófum dráttum yfir sögu Bill Gates og Steve Wozniak eða upphafsmanna Microsoft og Apple og hvernig þeir byrjuðu og komust loks á toppinn. Þessi mynd var reyndar svolítið fræðandi en þar sem ég get ekki einu sinni verið viss um sannleiksgildi hennar þá er kannski ekki mikið hægt að taka mark á henni. Myndin gefur bæði Bill og Steve út sem svolitla þrjóta sem gera hvað sem er til að koma sínu á framfæri. Myndin var alls ekki léleg en hún var ekki skemmtileg . Ég komst þó allavega í gegnum hana alla og sé ekki eftir þeim tíma sem í hana fór.

Cannibal Holocaust


Þessa mjög svo ógeðslegu en þó merkilegu mynd sá ég með vini mínum fyrir ekki svo löngu síðan. Hún er svolítið merkileg að því leyti að þegar hún kom út árið 1980 var hún bönnuð í fjöldanum öllum af löndum og leikstjórinn var handtekinn og færður fyrir rétt fyrir að gera svokallaða „snuff“ mynd. Þetta bar til af því að sögur höfðu farið af því að leikarar myndarinnar hefðu verið myrtir fyrir framan myndavélina, ásamt því að 6 dýr voru drepin í myndinni. Þetta var þó ekki satt og komu leikarar myndarinnar fram í sjónvarpi til að sanna að þeir væru á lífi. Myndin er þó ennþá bönnuð í fjölmörgum löndum, held meiraðsegja hér á Íslandi. Þessi hryllingsmynd fjallar um tökuhóp sem fer inn í regnskóga amazon til að taka upp heimildarmynd um frumstæðan ættbálk. Þeir verða svo fyrir þessum mannætum og eru limlestir og myrtir á mjög svo ósmekklegan hátt. Áhugaverð mynd sem ég samt sé soldið eftir að hafa séð.

Beowulf


Þessi mynd kom mér stórkostlega á óvart enda hef ég aldrei séð neitt í þessari líka þrívídd.. man bara eftir þessum þrívíddargleraugum með lituðu glerin og það kom bara vandræðalega út... fyrir alla. Það var allavega mikil og skemmtileg upplifun að sjá Beowulf í þessari IMAX 3D. Myndin var aðeins leikin að mjög litlum hluta, en leikararnir voru í raun bara andlit á tölvugerðri persónu og öll myndin er tölvugerð.. sem er víst nauðsinlegt til að fá þessa þrívídd. Myndin er gerð uppúr Enska söguljóðinu um Beowulf.. kallast Bjólfskviða held ég á íslensku. Þarna er allavega á ferðinni mögnuð mynd og stórskemmtileg upplifun sem maður ætti ekki að missa af í bíó.

Veðramót


Þessi merkilega mynd sem Guðný Halldórsdóttir gerði og var svo umtöluð fannst mér allt allt of íslensk. Hún hafði eiginlega alla galla íslenskra kvikmynda... kannski kosti... allavega sérkenni. Til dæmis var mikið um vandræðaleg og innihaldslaus samtöl sem mér finnst einmitt einkenna svolítið íslenskar myndir. Myndin var þó ekki léleg og mér fannst til dæmis krakkarnir nokkuð flottir og soldið áhugavert að sjá ísland á hippatímanum... eða allavega hvernig hún túlkar það. Veðramót var ekkert í samanburði við Astrópíu að mínu mati en kannski er líka mun auðveldara að gera gamanmynd á borð við Astrópíu skemmtilega en svona drama. Henni tókst þó að koma af stað hugsunum og maður fann smá samúð með karakterunum. En þrátt fyrir það var ég ekki mjög hrifinn og gef henni 5/10.

The 7th Seal


Þarsíðasta mynd sem við horfðum á var meistaraverkið eftir Ingmar Bergman The Seventh Seal. Mér fannst myndin mjög skemmtileg og fyndin. Hugmyndaflugið var líka mikið og mikil kómík var í myndinni í tengslum við dauðann. Myndin fjallar um riddara sem ákveður að velja við dauðann að ef hann vinni hann í skák þá fái hann að lifa. Mér fannst myndin litrík og einhvernvegin þægilegt yfirbragð yfir henni.. veit samt ekki alveg afhverju. Þetta er eina myndin sem ég hef séð eftir Bergman og mun ég örugglega koma til með að sjá fleiri þar sem þessi var svo flott.

Final Fantasy VII Advent Children


Fainaru Fantajī Sebun Adobento Chirudoren

Þessi tölvugrafík mynd hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því hún kom árið 2005. Hún er ólík öðrum tölvugrafíkmyndum sem maður sér...þ.e. Pixar og Dreamworks myndunum að hún er minna gerð fyrir börn og er í alvarlegri og dekkri kantinum. Myndin er alveg fáránlega hröð og full af bardagaatriðum sem gerast oft svo hratt að í raun væri gott að spóla nokkrum sinnum fram og til bara í þeim til að átta sig aðeins á þeim. Myndin er eins og nafnið gefur til kynna byggð á tölvuleiknum final fantasy vii og helsti galli myndarinnar er að hún er langt frá því jafngóð ef þú þekkir ekki sögu leiksins. Hún er þó alltaf jafnflott og er overall algert listaverk. Tónlistin í henni er stórkostleg enda sér Nobou Uematsu um hana og hann hefur aldrei klikkað. Þessi mynd er upplögð ef þú ert í skapi fyrir furðulega hasarmynd. Eins og með aðrar japanskar myndir er ekki skemmtilegt að horfa á hana með ensku tali og er hún miklu flottari á japönsku.

Kvikmyndamarathon

Við tókum þá ákvörðun að gera stuttmyndina eftir hundleiðinlegri danskri smásögu sem við lárum í fyrra því hún var einfaldlega svo fáránlega asnaleg að hún hlaut að koma skemmtilega út á myndbandi. Við yfirfærðum myndina á samkynhneigt par og gerði það hana ennþá lausari við öll þau leiðindi sem fylgdu sögunni sjálfri og gáfu góða ástæðu til að setja 100% með Chromeo yfir hana. Tökur á myndinni gengu mjög vel og hratt að miklu leyti en oft var erfitt að hemja taumlausar hláturgusur sem orsökuðust af því hversu kjánalegt það er að tala dönsku og kunna það ekki. Sagan sjálf var nokkuð drungaleg og þung en mér fannst myndin allavega koma létt og sniðug út sem var nú eiginlega það sem ætlast var til með þessu verkefni. Það var alveg fáránlega gaman að vinna að þessu og hlakka mikið til að gera myndina eftir jól og væri eignlega gaman ef að það væri fleiri svona verkefni.

Anchorman - The Legend of Ron Burgundy


Þrátt fyrir að vera alger Hollywoodmynd og fara alveg eftir kóðanum er þetta líklega sú mynd sem ég hef séð oftast og hef mest gaman af. Nógur aulahúmor og vitleysa. Will Ferrel fer vitanlega á kostum sem Ron Burgundy, en hann verður nú að fá efsta sætið yfir mína uppáhalds leikara. Myndin fjallar um fall karlaveldisins á fréttastofum í bandaríkjunum og segir frá ákveðnu fréttateymi eða Channel 4 news team og komu fyrstu konunnar í þennan bransa. Henni er auðvitað tekið einstaklega illa og mikið af andfeminískum pælingum og gríni þarna í gangi. Myndin hefur skemmtileg og um leið furðuleg áhrif á mann og hef ég oftar en einu sinni endað með félögunum að borða steik og drekkandi viskí eftir að hafa horft á hana. Mjög Amerísk og mjög góð mynd.

Rashomon


Veit eiginlega ekki alveg hvað mér fannst um þessa mynd. Þetta er fyrsta kurosawa myndin sem ég hef séð svo ég þekki stílinn hans ekki neitt að viti. Myndin fjallaðu um mismunandi sögur fjögurra aðila af morðmáli og beytir Kurosawa þarna ákveðnum stíl sem svo hefur verið margnotaður í myndum á borð við The Outrage, Hero og tölvugraffíkmyndinni Hoodwinked. En þar er tekið fyrir eitt mál sem er svo lýst útfrá sjónarhorni eða öllu heldur frásögn mismunandi aðila sem ljúga sumir og breyta sögunni margvíslega. Áður en ég sá þessa mynd hafði ég bara séð Hoodwinked svo mér varð hugsað til þeirrar myndar þegar ég horfði á Rashomon. Myndin var áhugaverð og skemmtileg þó leikaranir hafi pirrað mig svolítið, þó ekki nóg til að skemma fyrir mér myndina.

Some like it hot


Mér varð á að missa af þessar mynd en komst þó yfir hana á netinu og gat horft á hana. Ég horfði á hana með miklum væntingum þar sem hún fékk titilinn The greatest American comedy film of all time hjá The American Film Institue. Eins og allt of oft þegar maður horfir á mynd með miklar væntingar verður maður fyrir vonbrigðum. Myndin var þó alveg einstaklega skemmtileg og fékk mig til að hlæja alveg heilmikið miðað við aldur myndarinnar. Fannst soldið gaman að sjá Marilyn Monroe þarna því ég man ekki eftir að hafa séð þessa margumræddu leikkonu áður í mynd þó það geti vel verið. Myndin er mjög góð og skylduáhorf fyrir þá sem hafa áhuga á kvikmyndum, finnst þó að það sé algert must aðhorfa á hana með einhverjum en ekki bara einn til að geta bloggað um hana :P

8 ½


Við horfðum á þessa mjög svo sérstöku mynd einhvern mánudaginn og varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum þegar ég sá hana fyrst. Fyrir utan það hvað það fór viðbjóðslega í mig að talið var ekki fylgjandi myndinni þá áttaði ég mig ekki alveg á henni... líklega vegna ofsafenginnar þreytu minnar þennan daginn... ég gerði ráð fyrir að hljóðið væri svona vegna þess að hún hafi laggað aðeins í converternum og var soldið létt þegar ég heyrði svo að hún ætti einfaldlega að vera svona. Þegar við svo fórum betur í myndina í tímunum leist mér ekki á blikuna og vildi þá helst ekki hugsa mikið meira um hana. En þá fyrst fór ég að hafa gaman af henni og finnst hún eftir þessa umfjöllun bæði áhugaverð og bara helvíti skemmtileg.

Lok Hayao Miazaky umfjöllunar


Nú verður ekki talað meira um Miyazaki en hinar myndirnar sem ég hef séð eftir hann eru ekki alveg janfflottar og þessar sem ég hef þegar nefnt. Reyndar var ég afskaplega hrifinn af Nausicaä of the Valley of the Wind eða Kaze no tani no Naushika en hún er frá 1984 . Nú er Studio Ghibli að stefna að því að gefa út myndina Ponyo on a cliff á næsta ári og ég hlakka mikið til að sjá hana og mun gera það strax og ég get. Svo held ég bara í vonina að rúv opni fyrir mér nýja heima aftur um þessi jól... þó ég sé nú ekki að búast við því... ég hvet ykkur sem lesið þetta að kíkja allavega á myndina Princess mononoke eða spirited away sérstaklega ef þið hafið aldrei horft neitt á Anime. Þetta eru allavega góðar myndir til að byrja með.

Laputa: Castle in the sky


Tenkū no Shiro Rapyuta

Þetta er ein af myndum hans sem komu út áður en hann varð svo þekktur hér í evrópu en hefur orðið vinsæl ásamt öðrum eldri mynda hans eftir á. Laputa var gefin út fyrst árið 1986 og fékk Animaga verðlaunin í Japan það sama ár. Að mínu mati er Laputa svolítið barnalegri en hinar myndirnar sem ég hef nefnt, en það er kannski bara vegna þess að þarna er annar tímaandi eða mögulega því þetta er eina myndin sem ég hef séð talsetta á ensku. Eitt af höfuðeinkennum Miyazakis eru ákveðin fljúgandi tæki eða fljúgandi fólk sem kemur fram í næstum öllum hans myndum og eru þau mjög áberandi í þessari mynd. Þetta er mjög skemmtileg mynd og vel þess virði að horfa á hana.

Howl‘s Moving Castle


Hauru no Ugoku Shiro

Þessi mynd er að mínu mati sú skemmtilegasta þegar á heildina er litið, hún er auðveldara áhorf en Spirited away því hún hefur aðgengilegri söguþráð. Myndin er byggð á skáldsögu Diana Wynne Jones en hún ber sama nafn. Sagan er alveg stórkostleg og heimurinn sem þetta gerist allt saman í rosalega flottur. Aðal persóna sögunnar er enn og aftur ung kona, en í þetta skiptið eldist hún ekki sem á líður myndina heldur yngist. Hún er semsagt í líkama gamallar konu gegnum myndina, en endurheimtir svo sitt rétt a sjálf smátt og smátt.persónur eru mjög flottar og myndin í held alger snilld.

Spirited Away


Sen to Chihiro no Kamikakushi

Þessi mynd er sú mynda hans sem fengu bestar viðtökur og vann hún bæði óskarsverðlaun og „the golden bear“ ásamt fjölda annarra verðlauna. Spirited away gerist í nútímanum en er þó miklu súrealískari en princess monanoke og þrátt fyrir að hún gerist þannig séð í nútímanum þá er nútíminn eiginlega bara rammi utanum aðra veröld sem er ekki í snertingu við raunveruleikan á nokkurn hátt. Aðal persónan er stelpa sem í upphafi myndarinnar er háð foreldrum sínum, og afskaplega taugaveikluð, hún festist í þessari furðulegu veröld þar sem hún fær vinnu í baðhúsi fyrir Guði og anda. Þar þroskast hún og verður sjálfstæð, stendur jafnvel uppi gegn stjórn þessarar veraldar og yfirbugar hræðslu sína. Myndin er út í gegn algers meistaraverk, söguþráðurinn er óskýr en það skiptir mann í raun ekki máli því þessi heimur sem Miyazaki skapar er svo stórfenglegur.

Princess Monanoke


Mononoke Hime

Kom út 1997 og var sú mynd sem kom honum eiginlega á kortið hér í Evrópu og Ameríku enda algert meistaraverk. Þessi mynd er sú fyrsta sem hann notast við tölvugrafík og kemur það mjög flott út og gefur myndinni dýpt sem eldri myndir hans skorti. Þessi mynd situr í þriðja sæti yfir vinsælustu anime myndir Japans en myndirnar sem prýða 1 og annað sætið eru einnig eftir Miyazaki. Myndin á að gerast á Muromachi tímabilinu í Japan en það er milli 1336 og 1573 og fjallar hún um baráttu milli anda og guði skógarins og svo menn í leit að auðlindum. Þessi mynd sýnir sögu menningu japans á flottan hátt og hefur því verið mikils virði fyrir japani hversu vinsæl hún varð. Þrátt fyrir að myndin fjalli um anda og guði og slíkt finnst mér hún samt raunhæfari en aðara myndir hans. Þessi mynd fer líka í þriðja sætið hjá mér yfir bestu myndir hans.

Hayao Miyazaki


Næstu færslur ætla ég að tileinka japanska teiknimyndahöfundinum Hayao Miyazaki. Ég hef aldrei horft neitt að ráði á anime teiknimyndir en um síðustu jól sýndi Rúv myndina Spirited Away eða „Sen to Chihiro no Kamikakushi„ en þessi mynd var önnur teiknimynd til að vinna óskarsverðlaun. Þarna tókst Rúv í fysrta skipti að heilla mig með vali á sjónvarpsefni svo ég ákvað að kynna mér þennan leikstjóra aðeins nánar. Miyazaki er fæddur 1941 og hefur gert fjöldann allan af myndum, ég hef því miður ekki geta séð nema nokkrar þeirra en ég er mjög sáttur með þær sem ég hef séð. Það helsta sem myndir hans eiga sameiginlegt og hans höfundareinkenni eru mikil ringulreið sem ríkir oft á tíðum í myndum hans og í nær öllum myndunum koma fram einhverjir andar eða yfirnáttúruleg öfl. Aðalpersónan er oft kvenkyns og er þá sterk og sjálfstæð persóna sem þroskast með söguþræðinum. Hér nokkur næstu blogg á eftir fara í að greina örlítið frá myndum hans.

Sódóma Reykjavík


Sódóma Reykjavík er að mínu mati og örugglega marga besta íslenska kvikmyndin...þetta er kannski tekið soldið stórt uppí sig en ég er nokkuð viss um að ég sé viss :P það er í raun allt frábært við þessa mynd, handritið er furðuskemmtilegt og margir gullmolar sem koma þaðan. Myndin fjallar um Axel sem er leikinn snilldarlega að Birni Jörundi en hann er í raun bara að leita að sjónvarpsfjastrýringunni fyrir mömmu sína, en á ensku ber myndin einmitt heitið „The Remote control“ Myndin í raun lýsir íslendingum held ég mun betur en allar þessar feikuðu leiðinlegu dramamyndir sem eru allar eins :P sú eina sem mér finnst komast nálægt þessari er Astrópía.

Sunday, October 14, 2007

Mies vailla menneisyyttä

Seinni myndin sem ég fór á hét Maður á fortíðar eða Mies vailla menneisyyttä og er hún partur af Finnlands-Þríleiknum svokallaða. Henni er leikstýrt af Aki Kaurismaki og er sá partur þríleiksins sem fjallar um heimilisleysi. Hinar myndirnar hans sem voru sýndar á hátíðinni fjölluðu um einmanaleikann og atvinnuleysi. Maður án fortíðar var mun skemmtilegri en Loners. Myndin var mjög dökk og litlaus sem kom mjög vel út. Aki Kaurismaki fékk verðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn á hátíðinni og mér fannst frekar fróðlegt að lesa um hann. Myndin segir frá finnskum manni sem kemur með lest til Helsinki en lendir í því að þrír menn ræna hann og lemja. Hann nær að staulast á fætur og koma sér á spítala en hefur fengið það slæma höfuðáverka að hann hefur tapað öllu minni um fyrri tíð. Hann þarf þá að byrja líf sitt uppá nýtt, tekur upp nýtt nafn og verður sér úti um lítinn kofa í fátækrahverfi. Hann nær lífi sínu á þokkalegt ról en er alltaf í peningavandamálum. Leikarinn sem fer með aðalhlutverkið leikur þetta svolítið skemmtilega og beitir nánast engum svipbrigðum alla myndina, sem á vitaskuld ágætlega við hlutverkið. Myndin er þó nokkuð kaldhæðin eins og myndir hans eru oftar en ekki. Aki er þekktur fyrir að vera á móti Hollywood og öllu sem því tengist og því gerir hann allt sem hann getur til að hafa myndina sem ólíkasta Hollywood mynd. Það tekst honum alveg sæmilega.

Maður án fortíðar fékk Grand Prix verðlaun á Cannes 2002 og var tilnefnd til bæði Óskarsverðlauna og Gullpálmans. Og fékk hún góðar viðtökur allstaðar. Að mínu matir er þetta fínasta mynd sem er samt alger óþarfi að fara á í bíó nema manni finnist bíópopp þeim mun betra...

Samotári

Fyrri myndin sem ég fór á á kvikmyndahátíðinni ber heitið Einfarar eða Samotári á frummálinu sem er Tékkneska. Leikstjórinn, David Ondricek, var einmitt maðurinn í „kastljósinu“ á kvikmyndahátíðinni og var honum skipaður sér sess og voru verk hans kynnt nokkuð vel. Ondricek sérhæfir sig í einkennilegum og frumlegum gamanmyndum. Hann gerir því að minnsta kosti tilraunir til að kæta bæði þá sem vilja listrænar myndir og þá sem vilja hlæja. Þessi mynd fannst mér svosem passa inní þetta form, hún var allavega listræn og það hlógu vissulega nokkrir í salnum. Myndin fjallaði um fólk í Tékklandi sem er að fóta sig í lífinu. Eru þarna margar sögur af mörgum einstaklingum sem svo tvinnast saman og í lokin kemur í ljós að það voru tengsl milli langflestra ef ekki allra persónanna. Persónurnar voru nokkuð skrautlegar og ein og ein þeirra skemmtileg. Allt frá því að segja frá nett geggjuðum lækni sem hafði „stalkað“ konu eina í nokkur ár og jafnvel gengið svo langt að brenna sig með henni... sem reyndar misheppnaðist. Þessi læknir var þó giftur og á tvö börn. Skemmtilegasta persóna myndarinnar að mínu mati var svo langt leiddur eiturlyfjaneytandi sem heldur sig þó enn við létt efni. Hann er svo stoned gaur og leikarinn túlkar það afskaplega vel. Það er af honum að segja að hann finnur ástina í lífi sínu og eiga þau afskaplega vel saman. Seinna kemst hann samt að því að grasið sem hann hefur reykt hefur fuckað minni hans svo rækilega upp að hann átti þegar kærustu.

Að mínu mati var lítið varið í þessa mynd og hún var voðalega lítið annað en nokkur flott skot og einn og einn brandari. Þessi mynd er að fá góðar viðtökur og alls ekki slæma imdb einkunn en allavega ekki alveg my cup of tea.

Tuesday, September 18, 2007

Rush Hour 3


ég hafði bara heilmikið gaman af þessari. hef horft á hinar oft og mörgum sinnum í þynnku og veikindum og þær eru alveg fullkomnar í nákvæmlega þær aðstæður. þessi heldur bara áfram því nákvæmlega sama. skemmtilegur og léttur húmor og örlítil spenna. finnst þessi reyndar síst af þeim þremur.
ekki meira að segja... skemmtileg þynnkumynd.

Transformers


Fór nú á þessa mynd uppá flippið með nokkrum vinum mínum en við höfðum lúmskt gaman af henni.. allir heilmiklir nörnar og einn meiraðsegja gamall transformers nörd og vissi þessvegna leiðinlega mikið um þetta allt saman... myndin kom mér nú á óvart og var alls ekki eins kjánaleg og ég hafði búist við. Þessi mynd hefur væntanlega kostað heilan helvítis helling enda borin fram sem stórmynd og tæknibrellurnar alveg rosalegar. hún hafði sinn skerf af húmor en þó fannst mér hann hæfa yngri krökkum meira en okkur. það var slatta spenna þarna og mér tókst allavega að gleima mér soldið yfir henni. annars var þetta alveg rosalega venjuleg mynd í alla staði og fór mjög nákvæmlega eftir hollywood formúlunni eins og við mátti búast af ofurhetjumynd.
í heildina var ég bara mjög sáttur.

Tuesday, August 28, 2007

Astrópía


Bráðskemmtileg mynd. Önnur tveggja íslenskra mynda sem ég hef haft virkilega gaman af án þess að þurfa að miða endilega við íslenska mynd.. semsagt ekki bara góð mynd "miðað við að hún er íslensk". Hin myndin er vitanelaga Sódóma. Þessi mynd hefur meiraðsegja vakið nýjan og meiri áhuga á hlutverkaspilum ef marka má morgunblaðið og er gaman af því þegar bíómynd kemur af stað nýju svona "trendi". En mér skilst að þessi stóru RPG spil hafi að mestu leiti verið hætt að seljast en séu nú að rokseljast aftur...
Eins og ég sagði var ég mjög sáttur með myndina og þá sérstaklega hvað honum Gunnari tekst að halda myndina út en mér finnst það einmitt helsti galli íslenskra mynda hvað þær fuckast alltaf upp við miðja mynd og drepa mann úr leiðinum. ég hló alveg heilan helling yfir mydninni og fannst þessi nördahúmor alveg priceless. sveppi og pétur náttla fyndir að eðlisfari og Davíð með sína yfirvegun. Alexander litli sem lék son vinkonu hildar er vinur bróður míns og mér fannst hann fndinn... en það er líklegast bara útaf því.
Eftir tímann með Gunnari fékk ég löngun til að sjá myndina aftur... lét nú ekki verða af því því 11 kundruð kall er alveg smá peningur... en fannst samt sem áður mjög áhugavert að heyra í kallinum og spennandi hvernig hann lýsti þessu öllu saman. Eg á eflaust eftir að horfa á hana aftur eftir að hún kemur á DVD eða netið.. hvort sem verður á undan og þá verður mjög gaman að hafa farið í þennan tíma með Gunnari.