Tuesday, September 18, 2007

Rush Hour 3


ég hafði bara heilmikið gaman af þessari. hef horft á hinar oft og mörgum sinnum í þynnku og veikindum og þær eru alveg fullkomnar í nákvæmlega þær aðstæður. þessi heldur bara áfram því nákvæmlega sama. skemmtilegur og léttur húmor og örlítil spenna. finnst þessi reyndar síst af þeim þremur.
ekki meira að segja... skemmtileg þynnkumynd.

Transformers


Fór nú á þessa mynd uppá flippið með nokkrum vinum mínum en við höfðum lúmskt gaman af henni.. allir heilmiklir nörnar og einn meiraðsegja gamall transformers nörd og vissi þessvegna leiðinlega mikið um þetta allt saman... myndin kom mér nú á óvart og var alls ekki eins kjánaleg og ég hafði búist við. Þessi mynd hefur væntanlega kostað heilan helvítis helling enda borin fram sem stórmynd og tæknibrellurnar alveg rosalegar. hún hafði sinn skerf af húmor en þó fannst mér hann hæfa yngri krökkum meira en okkur. það var slatta spenna þarna og mér tókst allavega að gleima mér soldið yfir henni. annars var þetta alveg rosalega venjuleg mynd í alla staði og fór mjög nákvæmlega eftir hollywood formúlunni eins og við mátti búast af ofurhetjumynd.
í heildina var ég bara mjög sáttur.