Tuesday, August 28, 2007

Astrópía


Bráðskemmtileg mynd. Önnur tveggja íslenskra mynda sem ég hef haft virkilega gaman af án þess að þurfa að miða endilega við íslenska mynd.. semsagt ekki bara góð mynd "miðað við að hún er íslensk". Hin myndin er vitanelaga Sódóma. Þessi mynd hefur meiraðsegja vakið nýjan og meiri áhuga á hlutverkaspilum ef marka má morgunblaðið og er gaman af því þegar bíómynd kemur af stað nýju svona "trendi". En mér skilst að þessi stóru RPG spil hafi að mestu leiti verið hætt að seljast en séu nú að rokseljast aftur...
Eins og ég sagði var ég mjög sáttur með myndina og þá sérstaklega hvað honum Gunnari tekst að halda myndina út en mér finnst það einmitt helsti galli íslenskra mynda hvað þær fuckast alltaf upp við miðja mynd og drepa mann úr leiðinum. ég hló alveg heilan helling yfir mydninni og fannst þessi nördahúmor alveg priceless. sveppi og pétur náttla fyndir að eðlisfari og Davíð með sína yfirvegun. Alexander litli sem lék son vinkonu hildar er vinur bróður míns og mér fannst hann fndinn... en það er líklegast bara útaf því.
Eftir tímann með Gunnari fékk ég löngun til að sjá myndina aftur... lét nú ekki verða af því því 11 kundruð kall er alveg smá peningur... en fannst samt sem áður mjög áhugavert að heyra í kallinum og spennandi hvernig hann lýsti þessu öllu saman. Eg á eflaust eftir að horfa á hana aftur eftir að hún kemur á DVD eða netið.. hvort sem verður á undan og þá verður mjög gaman að hafa farið í þennan tíma með Gunnari.