Tuesday, April 15, 2008

Árið í heild sinni

ég hef verið alveg virkilega ábægður með þessa valgrein og hún hefur verið svona soldill ljós punktur gegnum þennan massíva skólaleiða. Þetta námskeið hefur verið ansi fræðandi og skemmtilegt að kynnast þessum gömlu myndum með leiðsögn. helstu kostir fagsins voru þó myndirnar sem við gerðum en stuttmyndamaraþonið var alveg frábærlega skemmtileg hugmynd og gerði manni eftirminnilegan dag. seinni myndin var líka skemmtileg en óneitanlega meira basl og það er kannski helsti gallinn við námskeiðið, hversu seint kom að þessum hlutum öllum. það er auðvitað því að kenna hversu seint tölvan kom í hús en það var svona soldið mikið down á annars þessum skemmtilega kúrsi að þurfa að gera svona margt alveg undir lok ársins. þetta verður náttla öðruvísi þegar myndavélin verður til staðar allt árið. ég hefði þannig séð viljað hafa annað svona stuttmyndamarathon, kannski aðeins veigameira, þar sem tölvan hefði komið með seinni daginn en samt gert það að verkum að myndirnar mundu ekki taka meira en tvo daga og hafa þannig deadline. þetta væri skemmtilegt sem þriðja mynd ársins. þessi áfangi ætti að mínu mati að vera próflaus eða amk ætti prófið að vega mjög lítið, en það eru skólayfirvöld sem ráða því skildist mér nú svo því verður seint breytt, en það væri svo flott ef að 3 til 4 stuttmyndir yfir veturinn ásamt kannski fyrirlestri/um og kannski einhverju öðru væri bara nóg. Myndirnar sem horft var á voru margar hverjar skemmtilegar og hinar voru áhugaverðar eða bara myndir sem maður á að sjá yfir ævina eins og 8 og 1/2 og er því upplagt að nota tækifærið og horfa á það hér. reyndar finnst mér að það hefðu mátt vera örlítið meira af nýlegri myndum með en það skiptir kannski ekki öllu máli.
hvað bóklega efnið varðar þá var það að mínu mati mjög vel til fundið, reyndar fannst mér það fikra sig aðeins í áttina að absúrdisma og bulli þegar farið var í handritin og þessar myndir sem þeim tengdust. það hefði þannig séð verið gaman að gera ítrekaðar tilraunir í stofunum með myndavélina til að athuga þessar kenningar sem við lærðum en það er engin sérstök þörf á því.
á heildina litið er ég alveg afskaplega ánægður með þetta og hefði ekki vilja velja neitt annað. það sem mér fannst algerlega standa uppúr voru stuttmyndirnar tvær og þá sérstaklega maraþonið. sá tími sem fór í að horfa á stuttmyndir og scetch í kennslustundum var samt sá áhugaverðasti því ég hef haft alveg virkilega litla reynslu af stuttmyndaáhorfi og þetta virkilega kveikti þann áhuga í mér og ég hef leitað uppi stuttmyndir eftir þetta. ég vona eftirkomandi árganga vegna að þetta námskeið fái að haldast áfram og þeir haldi því uppi.
takk fyrir mig

Stranger Than Fiction

Þessari stórskemmtilegu og gamansömu mynd var leikstýrt af Marc Forster en það er einkum handritið sem er svo skemmtilegt við hana en það er eftir Zach Helm. Myndin fjallar á mann (sem leikinn er af Will Farrel) sem lendir í þeirri absúrd stöðu að vera mitt á milli lífs síns og skáldsögu. hann er semsagt aðalpersóna í í nýjustu bók rithöfundar sem leikinn er af Emmu Thompson. Sagan er í þriðju persónu og þar af leiðandi er Harold Crig ( Will Ferrel) stöðugt að heyra rödd rithöfundarins að lýsa því sem hann gerir og hugsar. hann kemst svo að því einn daginn að hún er að reyna að finna leið til að drepa hann. með hjálp bókaspegúlants sem leikinn er af Dustin Hoffman leitar hann að höfundinum til að reyna að stoppa þennan atburð. leikararnir eru auðvitað allir þaulreynir og afburðar góðir í myndinni og hún hefur létt yfirbragð en samt svolitla hugsun. helsti gallinn við hana er að hún verður stundum að svolítilli rómanstískri gamanmynd sem er svolítið mikið gert úr. annars finnst mér þessa mjög skemmtileg mynd og gef henni 8/10 í einkunn fyrir það hversu vel persónurnar eru skapaðar og merkilega gott handrit. Harold Crig er skemmtilega stórfurðulegur, telur allt sem hann kemst í tæri við og er alveg óþolandi skipulagður alveg þangaðtul atburðarrás myndarinnar hefst en þá er hann sleginn svo alvarlega útaf laginu að hann breytist alveg algerlega og er orðinn glænýr maður undir lokin.

Death Note

Death Note er animesería sem ég horfði á fyrir ekki svo margtlöngu og hafði afskaplega gaman af. þessir þætti voru sérkennilega vinsælir hérna á Íslandi miðað við annað anime en þeir verðskulduðu það reyndar alveg. Þeir fjalla um dúx í skóla í Japan sem heitir Yagami Light, einstaklega klár strákur en örlítið siðblindur. hann rekst einn daginn á svarta bók sem við sjáum falla af himnum. Bókinn er mergt Death Note. í bókinni eru leiðbeiningar um hvernig hún skal notuð og ýmsar reglur sem um hana gilda. Bókin hefur þann eiginlegka að skrifi einhver nafn einhvers annars í bókina meðan hann hugsar um andlitið á honum þá deyr sá hinn samt úr hjartaáfalli. þetta býður óneitanlega uppá afskaplega mikið og það er alveg ótrúlega flottir þættirnir meðan Kira, eða það er það sem Yagami kallar sig eftir að hann ákveður að gerast hreinsari heimsins af öllu illu. hann tekur til við massívar hreinsunaraðgerðir og notar tölvu föðurs síns sem er yfirmaður í lögreglunni til að komast yfir nöfn fanga sem eru í fangelsi fyrir alvarlega glæpi og drepaur þá alveg í hrúgum. ég vil ekki spoila neinu því þetta er alveg virkilega þess virði að horfa á það. fyrri helmingur þessarar seríu e svoleiðis að það er ekki hægt að slíta sig frá sjónvarpinu en þetta tapar örlítið sjarmanum undir lokin. inní þetta fléttast svo rosalega miklar pælingar um mannlegan moral og mikil heimspeki býr í þessum þáttum. ekki líður á löngu uns kira er svo kominn með andstæðing sem kallar sig L og lætur hvergi sjá sig svo hann er í raun ónæmur fyrir Death Note þarsem hún krefst bæði vitnesku um jafn og útlit. þetta er mjög Dökkt og drungalegt anime enda fjallar það um raðmorðingja og kerfistbundar heinsunaraðgerðir hans á jörðinni með hjálp Shinigami eða Death god. Teikningarnar eru því mjög ólíkar Fullmetal alchemist sem eru mun glaðlegri. um Death Note hafa verið gefnar út tvær fínustu bíómyndir og þær báðar leiknar. þetta er með skemmtilegra anime sem ég hef séð og alveg hættulega addictive. þessi hugmynd af söguþræði er líka svo frábær og það er unnið alveg virkilega vel með hana. ég hef þessari þáttaröð 9/10 og mæli eindregið með að sem flestir kynni sér þetta.


hérna er byrjunin á fyrsta þættinum

Family Guy Presents Stewie Griffin: The Untold Story

finnst ég var búinn að skrifa um Futurama myndina og Sipsons myndina fannst mér við hæfi að skella inn einni stuttri færslu um Family Guy myndina. hún er nokkuð eldri en hinar tvær en merkilegt nokk þá gera IMDB kjósendur ekki greinarmun þessum 3 myndum og gefa þeim öllum nákvæmlega sömu einkunn, 7,8 . Það þykir mér soldið merkilegt þarsem mér finnst simspons myndin eki komast með tærnar þar sem þessi og Futurama eru með hælana. Family Guy Presents Stewie Griffin: The Untold Story fjallar um það þegar reiða barnið Stewie sér fyrir tilviljun mann sem er sérkennilega líkur honum í sjónvarpinu. hann verður skiljanlega forvitinn og dettur strax í hug að þarna sé um að ræða raunverulegan föður hans og finnst það passa miðað við hversu mikið greindari hann er en þessi viðrini sem hafa kallað sig fjölskyldu hans. Stewie fer og athugar málið ásamt hundinum Brian og kemst að því að maðurinn er ekki faðir hans heldur hann sjálfur áratugum síðar þegar fólk fer ekki lengur í frí til annarra landa heldur til annars tíma. Stewie kemst að því við það að fara með hinu sjálfi sínu fram í tímann aftur að hann er orðinn alger ræfill og eins ólíkur sjálfur sér og hugsast getur. þetta orsakast allt af atburði sem kom fyrir í bersku hans og Stewie ákveður að fara aftur í tímann og bjarga framtíð sinni frá glötun.
Þetta er virkilega skemmtilegur sögráður og nær hann seth Mcfarlane að halda Family Guy ljómanum eins og hann gerist bestur yfir myndinni svo hún er bara eins og langur og mjög skemmtilegur þáttur. þessi mnd fær 9/10 í einkunn hjá mér og titilinn tær snilld.

Futurama: Bender's Big Score



Þarna er fyrst mynd sem ég hafði beðið lengi eftir enda tölvuert meiri áhugamaður um Futurama en Simpsons. Futurama er svo tær snilld að ég gat ekki trúað því uppá framleiðendur að þeir myndu klúðra myndinni með svona ætðislega karaktera. þeir klúðruðu henni svo sannarlega ekki og út kom þessi líka æðislega mynd. það sem ég skil samt ekki er afhverju í ósköpunum ég vissi ekki af því fyrr en ég sá hana allt í einu á www.mininova.org og sagði þá samstundis vinum mínum sem vissu ekki heldur af því. þessi mynd kom svo aftanað mér.. sem er þannigséð alveg skemmtilegt, bara soldið furðulegt. höfnudur myndarinnar byrjar auðvitað á mikilli hefndarstarfsemi á kostað Fox en þeir vildu hætta að framleiða þessa þætti sem ég til algert siðbrot, þarna var á ferðinni þvílík menningargersemi að hálfa væri nóg. Söguþráður myndarinnar er soldið skemmtilegur þarsem hann inniheldur búnað sem gerir persónunum kleift að ferðast um tímann án afleiðinga sem er svo rosalega erfitt að hugsa sér að ég hætti að botna í söguþræðinum eftir ákveðinn fjölda tímaflakka og ákveðið magn drykkja. myndin endurvekur algerlega stemningu þáttanna sem mér fannst alveg æðislegt því hún gaf manni alveg nostalgíuna. Fry og auðvitað Bender verða manni ekki fyrir vonbrigðum ásamt Dr. Zoidberg og professor Farnsworth. þeir sem ekki vita af þessari snilld ættu að kíkja á hana undir eins, algert skylduáhorf fyrir teiknimyndafreak og aðra sem hafa gaman af.... eh..fyndnum hltum.... ég gef Futurama: Bender's Big Score 8/10

Leela: What's the secret of time travel doing on Fry's ass?
Fry: It was bound to be somewhere!

Trailerinn sem drullar alveg yndislega yfir Fox:

Það eru kenningar um að framleiðendur séu núna að vinna að nýrri seríu svo maður á bara að bíða og vona það besta :D

The Simpsons Movie

Fór á hana í bíó fyrir nokkrum mánuðum og sá hana svo aftur núna fyrir sturru á avi og verð að segja að hún tapaði því sem hún hafði, en ég var ekkert neitt ofurhrifinn af henni þegar ég sá hana fyrst. þetta er alveg ágætis mynd en alls ekkert eins frábær og hún ætti að vera sem fyrsta simpsons myndin. þeir biðu svo lengi með að gefa hana út að allir vou komnir með svo trylltar væntingar. reyndar er ég nú á þeirri skoðunn með þáttaraðirnar að þær séu ekkert einsfrábærar og fólk vill meina. Sambærilegir þættir, futurama, family guy og amercan dad finnst mér allir þónokkuð betri en Simpsons. en þar sem ég er mjög metnaðarfullur sjónvarpsglápari þá læt ég mig nú hafa það einu sinni í viku að horfa á simpsons þegar þeir koma út. Myndin sem ég hefði búist við að væri bara eins og langur þáttur var það ekki beint. þeir gerðu hana að svo mikilli bíómynd, hollywoodmynd meiraðsegja þar sem allt varð gott og fallegt í endann. svo í raun var myndin eins og langur barnalegur sipsonsþáttur sem var algerlega búið að skera undan. myndin má nú reyndar eiga það að hún hafði sín moment og ég gat vel hlegið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar heppnin var með mér og ég taks á þetta youtubevideo sem tók fyndnu atriði myndarinnar saman á túmum 6 mínútum
til að summa þetta allt saman upp þá var þessi mynd hvoki góð né léleg bara svona fín. ég mundi samt persónulega nota tímann frekar í að horfa á 4 staka simpsons þætti ég hef henni 6/10

eftir að skoða mig aðeins um á netinu hef ég komsit að því að ég er greinilega ekki alveg á sama máli og aðrir með þessa mynd og hún vann apparently ógeðslega mikið af verðlaunum og er með heila 7,8 á imbd....

Waynes world


Þessi sígildi gullmoli og röð klassískra quota er ein sú allra fyndnasta mynd sem hefur litið dagsins ljós. það líður hvergi mínúta í myndinni án þess að eitthvað fyndið komi uppá og þá er það svona eiginlega alltaf mjög fyndið. Mike Myers leikur aðalpersónuna Wayne og skrifar myndina sjálfur. Hitt aðalhlutverkið, Garth Algar er leikið ad Dana Carvey og gerir hann það á merkilega skemmtilegan hátt og býr tíl alverg ógleymanlega persónu nánast án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. Garth Algar: That is a babe. She makes me feel kinda funny, like when we used to climb the rope in gym class.
Mike gerir óspart grín að rokktímanum með því að láta aðalpersónurnar tvær sem eru algerir viðvaningar og looserar vera svona rosalega mikil hotshot á þessum tíma. Wayne búr í kjallara heima hjá mömmu sinni og pabba sem hann reyndar viðurkennir að er ekkert svakalega svalt, en þaðan sendir hann út sjólvarpsþáttinn Waynes World sem er algert hit og er alveg ótrúlega fáránlegur. þarna koma fram merkilegir frasar sem gaman að er að slá um sig með af og til. illmennin í myndin ákveða að kaupa þáttinn af þeim og breyta honum þannig að hann verður ennþá fáránlegri, þetta fallast þeir wayne og Garth á en skipta auðvitað um skoðun þegar aðalskúrkurinn reyndir að stela kærustunni hans Wayne Cassöndru af honum. myndin hefur svo 3 mismunandi enda og maður getur bara valið hvern þeirra maður vill sætta sig við. Eitt allra eftirminnilegasta atriði myndarinnar og líklega hvað frægasta er í upphafi hennar þegar þeir félagar taka lagið í gleðibílnum hans Waynes

Svona heldur svo myndin áfram alveg til enda með nánast engan downspot. ég ætla að skella inn nokkrum quotes til að minna menn örlítið á:
Tiny: Wayne. How you doin'?
Wayne Campbell: Hey, Tiny, who's playing today?
Tiny: Jolly Green Giants and the Shitty Beetles.
Wayne Campbell: Shitty Beetles? Are they any good?
Tiny: They suck.
Wayne Campbell: Then it's not just a clever name.

hérna koma svo lokaorð myndarinnar ( eða eins endisins)
[last lines]
Cassandra: I love you, Wayne.
Wayne Campbell: I love you, Cassandra.
Dreamwoman: I love you, Garth.
Garth Algar: I love you, dreamwoman.
Noah Vanderhoff: You know, ever since I did your show, kids are looking at me in a whole new way.
Terry: I love you, man.
Russel: And I love you. Because I've learned that Platonic love *can* exist between two grown men.
Benjamin: And I've learned something, too. I've learned that a flawless profile, a perfect body, the right clothes, and a great car can get you far in America - almost to the top - but it can't get you everything.
Wayne Campbell: Isn't it great that we're all better people?
[beat]
Wayne Campbell, Garth Algar: FISHED IN!

ég held að ég skelli 10/10 á þessa æðislegu mynd því hún gæti ekki verið betri til síns brúks.