Thursday, December 6, 2007

Beowulf


Þessi mynd kom mér stórkostlega á óvart enda hef ég aldrei séð neitt í þessari líka þrívídd.. man bara eftir þessum þrívíddargleraugum með lituðu glerin og það kom bara vandræðalega út... fyrir alla. Það var allavega mikil og skemmtileg upplifun að sjá Beowulf í þessari IMAX 3D. Myndin var aðeins leikin að mjög litlum hluta, en leikararnir voru í raun bara andlit á tölvugerðri persónu og öll myndin er tölvugerð.. sem er víst nauðsinlegt til að fá þessa þrívídd. Myndin er gerð uppúr Enska söguljóðinu um Beowulf.. kallast Bjólfskviða held ég á íslensku. Þarna er allavega á ferðinni mögnuð mynd og stórskemmtileg upplifun sem maður ætti ekki að missa af í bíó.

No comments: