Thursday, December 6, 2007

Anchorman - The Legend of Ron Burgundy


Þrátt fyrir að vera alger Hollywoodmynd og fara alveg eftir kóðanum er þetta líklega sú mynd sem ég hef séð oftast og hef mest gaman af. Nógur aulahúmor og vitleysa. Will Ferrel fer vitanlega á kostum sem Ron Burgundy, en hann verður nú að fá efsta sætið yfir mína uppáhalds leikara. Myndin fjallar um fall karlaveldisins á fréttastofum í bandaríkjunum og segir frá ákveðnu fréttateymi eða Channel 4 news team og komu fyrstu konunnar í þennan bransa. Henni er auðvitað tekið einstaklega illa og mikið af andfeminískum pælingum og gríni þarna í gangi. Myndin hefur skemmtileg og um leið furðuleg áhrif á mann og hef ég oftar en einu sinni endað með félögunum að borða steik og drekkandi viskí eftir að hafa horft á hana. Mjög Amerísk og mjög góð mynd.

No comments: