Thursday, December 6, 2007

Spirited Away


Sen to Chihiro no Kamikakushi

Þessi mynd er sú mynda hans sem fengu bestar viðtökur og vann hún bæði óskarsverðlaun og „the golden bear“ ásamt fjölda annarra verðlauna. Spirited away gerist í nútímanum en er þó miklu súrealískari en princess monanoke og þrátt fyrir að hún gerist þannig séð í nútímanum þá er nútíminn eiginlega bara rammi utanum aðra veröld sem er ekki í snertingu við raunveruleikan á nokkurn hátt. Aðal persónan er stelpa sem í upphafi myndarinnar er háð foreldrum sínum, og afskaplega taugaveikluð, hún festist í þessari furðulegu veröld þar sem hún fær vinnu í baðhúsi fyrir Guði og anda. Þar þroskast hún og verður sjálfstæð, stendur jafnvel uppi gegn stjórn þessarar veraldar og yfirbugar hræðslu sína. Myndin er út í gegn algers meistaraverk, söguþráðurinn er óskýr en það skiptir mann í raun ekki máli því þessi heimur sem Miyazaki skapar er svo stórfenglegur.

No comments: