Thursday, December 6, 2007

Final Fantasy VII Advent Children


Fainaru Fantajī Sebun Adobento Chirudoren

Þessi tölvugrafík mynd hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því hún kom árið 2005. Hún er ólík öðrum tölvugrafíkmyndum sem maður sér...þ.e. Pixar og Dreamworks myndunum að hún er minna gerð fyrir börn og er í alvarlegri og dekkri kantinum. Myndin er alveg fáránlega hröð og full af bardagaatriðum sem gerast oft svo hratt að í raun væri gott að spóla nokkrum sinnum fram og til bara í þeim til að átta sig aðeins á þeim. Myndin er eins og nafnið gefur til kynna byggð á tölvuleiknum final fantasy vii og helsti galli myndarinnar er að hún er langt frá því jafngóð ef þú þekkir ekki sögu leiksins. Hún er þó alltaf jafnflott og er overall algert listaverk. Tónlistin í henni er stórkostleg enda sér Nobou Uematsu um hana og hann hefur aldrei klikkað. Þessi mynd er upplögð ef þú ert í skapi fyrir furðulega hasarmynd. Eins og með aðrar japanskar myndir er ekki skemmtilegt að horfa á hana með ensku tali og er hún miklu flottari á japönsku.

No comments: