Thursday, December 6, 2007

Rashomon


Veit eiginlega ekki alveg hvað mér fannst um þessa mynd. Þetta er fyrsta kurosawa myndin sem ég hef séð svo ég þekki stílinn hans ekki neitt að viti. Myndin fjallaðu um mismunandi sögur fjögurra aðila af morðmáli og beytir Kurosawa þarna ákveðnum stíl sem svo hefur verið margnotaður í myndum á borð við The Outrage, Hero og tölvugraffíkmyndinni Hoodwinked. En þar er tekið fyrir eitt mál sem er svo lýst útfrá sjónarhorni eða öllu heldur frásögn mismunandi aðila sem ljúga sumir og breyta sögunni margvíslega. Áður en ég sá þessa mynd hafði ég bara séð Hoodwinked svo mér varð hugsað til þeirrar myndar þegar ég horfði á Rashomon. Myndin var áhugaverð og skemmtileg þó leikaranir hafi pirrað mig svolítið, þó ekki nóg til að skemma fyrir mér myndina.

No comments: