Thursday, December 6, 2007

Veðramót


Þessi merkilega mynd sem Guðný Halldórsdóttir gerði og var svo umtöluð fannst mér allt allt of íslensk. Hún hafði eiginlega alla galla íslenskra kvikmynda... kannski kosti... allavega sérkenni. Til dæmis var mikið um vandræðaleg og innihaldslaus samtöl sem mér finnst einmitt einkenna svolítið íslenskar myndir. Myndin var þó ekki léleg og mér fannst til dæmis krakkarnir nokkuð flottir og soldið áhugavert að sjá ísland á hippatímanum... eða allavega hvernig hún túlkar það. Veðramót var ekkert í samanburði við Astrópíu að mínu mati en kannski er líka mun auðveldara að gera gamanmynd á borð við Astrópíu skemmtilega en svona drama. Henni tókst þó að koma af stað hugsunum og maður fann smá samúð með karakterunum. En þrátt fyrir það var ég ekki mjög hrifinn og gef henni 5/10.

No comments: