Thursday, December 6, 2007

Ocean‘s Thirteen


Þegar ég frétti að þessi mynd væri að fara að koma fór ég að hlakka til að sjá hana í bíó, en eins stundum gerist lak höfundardisknum á netið áður en hún kom í bíóhúsin og ég freistaðist til að kíkja bara á hana heima. Það var góð ákvörðun því þessi mynd fannst mér ekki virði þessara 950 króna sem ég hefði annars þurft að borga ( þakka p2p kerfinu innilega þar). Þessi mynd var svona aðeins of mikið, þarna var búið að mjólka þessa hugmynd svo mikið að það var ekkert eftir. Hún var alveg eins og hinar 2, rániðvar planað.. og því var framfylgt. Í þetta skiptið var samt planið svo öruggt að í raun gat ekki neitt farið úrskeiðis svo þetta var eiginlega bara plottið planað og myndin búin. Myndina vantaði alla spennu sem hinar myndirnar 2 höfðu, en var þó alveg fyndin og hress á köflum.

1 comment:

Siggi Palli said...

Æ, mér fannst fyrsta Ocean's myndin óttaleg klisja og leiðinlega sálarlaus, og hef enn ekki nennt að sjá hinar tvær. Ef menn vilja sjá góða heist-mynd, þá mæli ég með að þeir leiti í upprunann: Bob le flambeur eftir Jean-Pierre Melville. Upprunalega Ocean's 11 myndin var stolin með húð og hári frá þessari, og nýrri útgáfan líka. Auk þess er Melville reginsnillingur...