Thursday, December 6, 2007

Laputa: Castle in the sky


Tenkū no Shiro Rapyuta

Þetta er ein af myndum hans sem komu út áður en hann varð svo þekktur hér í evrópu en hefur orðið vinsæl ásamt öðrum eldri mynda hans eftir á. Laputa var gefin út fyrst árið 1986 og fékk Animaga verðlaunin í Japan það sama ár. Að mínu mati er Laputa svolítið barnalegri en hinar myndirnar sem ég hef nefnt, en það er kannski bara vegna þess að þarna er annar tímaandi eða mögulega því þetta er eina myndin sem ég hef séð talsetta á ensku. Eitt af höfuðeinkennum Miyazakis eru ákveðin fljúgandi tæki eða fljúgandi fólk sem kemur fram í næstum öllum hans myndum og eru þau mjög áberandi í þessari mynd. Þetta er mjög skemmtileg mynd og vel þess virði að horfa á hana.

No comments: