Thursday, December 6, 2007

Cannibal Holocaust


Þessa mjög svo ógeðslegu en þó merkilegu mynd sá ég með vini mínum fyrir ekki svo löngu síðan. Hún er svolítið merkileg að því leyti að þegar hún kom út árið 1980 var hún bönnuð í fjöldanum öllum af löndum og leikstjórinn var handtekinn og færður fyrir rétt fyrir að gera svokallaða „snuff“ mynd. Þetta bar til af því að sögur höfðu farið af því að leikarar myndarinnar hefðu verið myrtir fyrir framan myndavélina, ásamt því að 6 dýr voru drepin í myndinni. Þetta var þó ekki satt og komu leikarar myndarinnar fram í sjónvarpi til að sanna að þeir væru á lífi. Myndin er þó ennþá bönnuð í fjölmörgum löndum, held meiraðsegja hér á Íslandi. Þessi hryllingsmynd fjallar um tökuhóp sem fer inn í regnskóga amazon til að taka upp heimildarmynd um frumstæðan ættbálk. Þeir verða svo fyrir þessum mannætum og eru limlestir og myrtir á mjög svo ósmekklegan hátt. Áhugaverð mynd sem ég samt sé soldið eftir að hafa séð.

No comments: