Thursday, December 6, 2007

National Lampoons: Christmas Vacation


Þetta meistarastykki kom út árið 1989 og af einhverjum ástæðum hef ég víst horft á hana hverju einasta Þorláksmessukvöldi síðan, svo ég hef séð þessa mynd nokkuð oft. Hún er svo skemmtilega jólaleg og fáránleg að það er allt í besta lagi að horfa á hana aftur og aftur. Aðalleikarinn Chevy Chase sem er náttúrulega gamalreyndur snillingur úr Saturday night live og kann sitt fag leikur seríubrjálaðan fjölskylduföður sem er alveg á mörkum þess að tapa sér alveg í hamingju og dásemd jólanna. Þetta er mynd sem allir ættu að sjá að minnsta kosti 10-20 sinnum yfir ævina held ég og er upplögð einmitt á Þorláksmessu til a létta aðeins á fólki og losa stressið sem fylgir þessum undirbúningi.

No comments: