Thursday, December 6, 2007

Hayao Miyazaki


Næstu færslur ætla ég að tileinka japanska teiknimyndahöfundinum Hayao Miyazaki. Ég hef aldrei horft neitt að ráði á anime teiknimyndir en um síðustu jól sýndi Rúv myndina Spirited Away eða „Sen to Chihiro no Kamikakushi„ en þessi mynd var önnur teiknimynd til að vinna óskarsverðlaun. Þarna tókst Rúv í fysrta skipti að heilla mig með vali á sjónvarpsefni svo ég ákvað að kynna mér þennan leikstjóra aðeins nánar. Miyazaki er fæddur 1941 og hefur gert fjöldann allan af myndum, ég hef því miður ekki geta séð nema nokkrar þeirra en ég er mjög sáttur með þær sem ég hef séð. Það helsta sem myndir hans eiga sameiginlegt og hans höfundareinkenni eru mikil ringulreið sem ríkir oft á tíðum í myndum hans og í nær öllum myndunum koma fram einhverjir andar eða yfirnáttúruleg öfl. Aðalpersónan er oft kvenkyns og er þá sterk og sjálfstæð persóna sem þroskast með söguþræðinum. Hér nokkur næstu blogg á eftir fara í að greina örlítið frá myndum hans.

No comments: