Thursday, December 6, 2007

Princess Monanoke


Mononoke Hime

Kom út 1997 og var sú mynd sem kom honum eiginlega á kortið hér í Evrópu og Ameríku enda algert meistaraverk. Þessi mynd er sú fyrsta sem hann notast við tölvugrafík og kemur það mjög flott út og gefur myndinni dýpt sem eldri myndir hans skorti. Þessi mynd situr í þriðja sæti yfir vinsælustu anime myndir Japans en myndirnar sem prýða 1 og annað sætið eru einnig eftir Miyazaki. Myndin á að gerast á Muromachi tímabilinu í Japan en það er milli 1336 og 1573 og fjallar hún um baráttu milli anda og guði skógarins og svo menn í leit að auðlindum. Þessi mynd sýnir sögu menningu japans á flottan hátt og hefur því verið mikils virði fyrir japani hversu vinsæl hún varð. Þrátt fyrir að myndin fjalli um anda og guði og slíkt finnst mér hún samt raunhæfari en aðara myndir hans. Þessi mynd fer líka í þriðja sætið hjá mér yfir bestu myndir hans.

No comments: