Thursday, December 6, 2007

Howl‘s Moving Castle


Hauru no Ugoku Shiro

Þessi mynd er að mínu mati sú skemmtilegasta þegar á heildina er litið, hún er auðveldara áhorf en Spirited away því hún hefur aðgengilegri söguþráð. Myndin er byggð á skáldsögu Diana Wynne Jones en hún ber sama nafn. Sagan er alveg stórkostleg og heimurinn sem þetta gerist allt saman í rosalega flottur. Aðal persóna sögunnar er enn og aftur ung kona, en í þetta skiptið eldist hún ekki sem á líður myndina heldur yngist. Hún er semsagt í líkama gamallar konu gegnum myndina, en endurheimtir svo sitt rétt a sjálf smátt og smátt.persónur eru mjög flottar og myndin í held alger snilld.

No comments: