Thursday, December 6, 2007

Lok Hayao Miazaky umfjöllunar


Nú verður ekki talað meira um Miyazaki en hinar myndirnar sem ég hef séð eftir hann eru ekki alveg janfflottar og þessar sem ég hef þegar nefnt. Reyndar var ég afskaplega hrifinn af Nausicaä of the Valley of the Wind eða Kaze no tani no Naushika en hún er frá 1984 . Nú er Studio Ghibli að stefna að því að gefa út myndina Ponyo on a cliff á næsta ári og ég hlakka mikið til að sjá hana og mun gera það strax og ég get. Svo held ég bara í vonina að rúv opni fyrir mér nýja heima aftur um þessi jól... þó ég sé nú ekki að búast við því... ég hvet ykkur sem lesið þetta að kíkja allavega á myndina Princess mononoke eða spirited away sérstaklega ef þið hafið aldrei horft neitt á Anime. Þetta eru allavega góðar myndir til að byrja með.

No comments: