Thursday, December 6, 2007

Superbad


Þetta er fyrsta myndin sem ég sé tvisvar sinnum í bíó. Einfaldlega fyndnasta mynd sem ég hef séð. Seth Rogen sem er annar handritshöfunda myndarinnar er nýlega kominn inn í þennan bransa, sem grín leikari og höfundur og að mínu mati strax orðinn einn sá allra allra besti. Myndin er einfaldlega meistaralega skrifuð og samtölin sem eru svo ótrúlega disturbing og gróf eru bráðfyndin. Ég hló næstum stanslaust frá upphafi til enda. Myndin fjallar um 3 merkilega furðulega stráka sem eru að klára High School og hafa aldrei náð neinum vinsældum þar og eru eiginlega frekar glataðir. Þeir fá hins vegar það verkefni hjá einni af „vinsælu stelpunum“ í skólanum að redda áfengi fyrir útskriftarpartyið þeirra. Þetta taka þeir mjög alvarlega og myndin er í raun bara þetta eina kvöld og vesenið sem þeir ganga í gegnum til að komast yfir áfengið.

Mynd sem allir ÞURFA að sjá sem hafa gaman af fáránlega grófu bulli.

Hér er skemmtilegt dæmi um samtölin:

Evan: You could always subscribe to a site like Perfect Ten. I mean that could be anything, it could be a bowling site.
Seth: Yeah, but it doesn't actually show dick going in which is a huge concern.
Evan: Right, I didn't realize that.
Seth: Besides, have you ever seen a vagina by itself?
Evan: No.
Seth: [shakes his head] Not for me.

2 comments:

Siggi Palli said...

Loksins einhver sem fílar hana. Ég var kominn með hálfgert samviskubit yfir að finnast hún skemmtileg...

Siggi Palli said...

Umsögn um blogg
30 færslur, þar af 25 fyrstu vikuna í desember. Hlýtur að vera magnaðasti endaspretturinn, a.m.k. hvað magn varðar.
Færslurnar eru margar ágætar, en sýna samt ekki alveg sama metnað og hjá þeim bestu. Sumar færslurnar eru í styttri kantinum, þótt þær uppfylli kannski alveg kröfurnar.
9,5