Monday, April 14, 2008

Stóra Planið



Ég fór á þessa mynd í bíó eins og við gerðum reyndar flestir og ég varð fyrir vonbrigðum. hún var bara ekkert góð. ég fór reyndar ekki á hana reiknandi með því að vera að fara að sjá eitthvað meistaraverk en hún kom mér á óvart hversu lítið var í hana spunnið. Pétur sem lék aðalhlutverkið er að vísu skemmtilkegur og hann er einn af þessum sem ná því að fá fólk til að brosa við það eitt að birtast á skjánum því hann er svo vandræðalegur og andleikaralegur í útliti. handrit myndarinnar var einkennilegt og alls ekki nógu gott, þarna voru fullorðnir menn í bófaleik sem var soldið fyndið en mér fannst einhvernvegin ekki koma nógu skýrt fram í myndinni að þetta ÆTTI að vera grín, reyndar er hún mergt sem grínmynd sem ætti að gefa manni einhverja vísbendingu en það gengur ekki að það þurfi að taka það fram að hún sé það. mér fannst reyndar gerast soldið mikið í henni miðað við hvað hún var stutt en margt af þessu voru hlutir sem allt eins mætti sleppa. myndin skartaði okkar einstaklega típíska leikaraliði fyrir utan hann Pétur Jóhann og auðvitað Sopranosgæjann Michael Imperioli sem kom fram sem einhver rosalegur mafíuforingi sem stjórnaði þessu gengi sem Pétur laug sig inní. Ingvar Eggert Sigurðsson lék Magnús Magnússon sem mér fannst annar svolítill galli við myndina en hann var þarna hraðljúgandi að caracterinum hans Péturs af öllum lífs og sálar kröftum en algerlega án þess að ég fengi botn í afhverju... Davíð vissi alveg að Magnús var bara að bulla en samt leifði hann honum að halda áfram að hegða sér eins og fífl. endirinn á myndinni þegar Davíð er eitthvað hlaupandi útí buskann og er allt í einu sloppinn frá þessu handrukkaragengi bara með því að hlaupa aðeins frá þeim fannst mér snubbóttur og það einkennir kannski bara myndina í heild. Ég hef sjaldnast gaman af íslenskum myndum og í samanburði við margar þeirra var þessi ekkert alslæm en ég hefði frekar bara vila downloada þessari mynd en að eyða þessum risastóra prósentuhluta fjármuna minna í að fara á hana í bíó sem btw er orðið allt of dýrt núna!

ég gef stóra planinu heila 5/10 en það er bara afþví hún er íslensk og fékk mig til að skella uppúr einu sinni eða tvisvar.


þetta atriði er skemmtilegt og fékk mig alveg til að hlæja.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágætisfærsla. 5½ stig.