Tuesday, April 15, 2008

Catch Me if You Can

þessi mynd er ein af mínum uppáhaldsmyndum og skartar leikurunum Tom Hanks og Leonardo Dicaprio í aðalhlutverkum ásamt Christofer Walken. leikstjórinn er enginn annar en Steven Spilberg. mydnin fjallar um einn frægasta falsara sögunnar og er byggð á sannsögulegum atburðum. DiCaprio leikur falsarann Frank William Abignale Jr. og Walken leikur föður hans. Tom Hanks er þarna í hlutverki óvinsællar og geðstirðrar lögreglu sem sérhæfir sig í fölsunum. Frank er undarlega slunginn fyrir ungan aldur sinn og falsar sér leið í margar af virtustu stöðum þessa tíma og gerist flugmaður hjá PanAm þarsem hann fær að fljúga frítt, lögmaður og læknir, auk þess sem hann falsar tékka fyrir milljónir dollara.

Frank Abagnale Sr.: Two little mice fell in a bucket of cream. The first mouse quickly gave up and drowned. The second mouse, wouldn't quit. He struggled so hard that eventually he churned that cream into butter and crawled out. Gentlemen, as of this moment, I am that second mouse.

Myndin er æsispennandi og einkum vel leikin. ég tók sérstaklega eftir flottri tónlust í myndinni. Catch me if you Can nær að fanga tíðarandann nokkuð vel finnst mér og það kemur allt rosalega flott heim og saman. æðisleg mynd sem ég gef 8/10

1 comment:

Siggi Palli said...

Tek undir það, þetta er ansi fín mynd. 4 stig.