


Persónur Scrubs eru einstaklega skemmtilegar og mjög fjölbreyttar en helstu persónurnar eru auðvitað JD og svo besti vinur hans, skurðlæknirinn Cris Turk sem er í raun alger andstæða við JD þrátt fyrir hversu líkir þeir eru á yfirborðinu.
Turk: It sounds like you're asking me out on a man date.
J.D.: Turk, why are you so afraid of loving me?
Turk er svo kvæntur hjúkkunni Carla sem er með áráttu fyrir að hugsa fyrir öllu. Elliot Reid er ljóskan sem þarf að vera í öllum svona þáttum og hún er svolítið skemmtilegur caracter þarsem hún er svo rosalega óörugg og stressuð en þroskast rosalega mikið gegnum þættina og breytist mikið.
Loks er hinn alvitri Dr. Cox sem á að vera þónokkuð eldri en hinar persónurnar og alveg hinn fullkomni læknir fyrir utan sinn ólýsanlega hroka og mikilmennskubrjálæði, hann er í raun bara eins og venjuleg manneskja á PCP með alveg rosalega ýkt egó. ekki má gleima húsverðinum sem kemur aldrei fram hvað heitir en hann er merkilega skemmtilegur caracter og er samt svo fáránlega leiðinlegur og gerir allt sem í hans valdi stendur til að rústa ferli og lífi JD.
Janitor: [J.D. and Turk have been stealing hospital supplies] Hey, have you been stealing pudding cups and toilet paper around here?
J.D.: [stammers] No! I hate pudding and I don't use... toilet paper.
Janitor: [Janitor stares]
J.D.: I have one of those French things that shoots water up your butt.
Janitor: Bidet?
J.D.: BIDET to you sir.

Scrubs eru einstaklega afslappaðir og þægilegir þættir og eins og kannski einkennir þessa tegund sjónvarpsefnis þá eru þeir alveg geðveikt mindless svo þeir eru vel til þess fallnir að taka hugann af próflestri og slappa aðeins af og koma sér í gott skap. linkuráimdbfyrirscrubsþættina
1 comment:
Ágætisfærsla. 6½ stig.
Post a Comment