Tuesday, April 15, 2008

Death Note

Death Note er animesería sem ég horfði á fyrir ekki svo margtlöngu og hafði afskaplega gaman af. þessir þætti voru sérkennilega vinsælir hérna á Íslandi miðað við annað anime en þeir verðskulduðu það reyndar alveg. Þeir fjalla um dúx í skóla í Japan sem heitir Yagami Light, einstaklega klár strákur en örlítið siðblindur. hann rekst einn daginn á svarta bók sem við sjáum falla af himnum. Bókinn er mergt Death Note. í bókinni eru leiðbeiningar um hvernig hún skal notuð og ýmsar reglur sem um hana gilda. Bókin hefur þann eiginlegka að skrifi einhver nafn einhvers annars í bókina meðan hann hugsar um andlitið á honum þá deyr sá hinn samt úr hjartaáfalli. þetta býður óneitanlega uppá afskaplega mikið og það er alveg ótrúlega flottir þættirnir meðan Kira, eða það er það sem Yagami kallar sig eftir að hann ákveður að gerast hreinsari heimsins af öllu illu. hann tekur til við massívar hreinsunaraðgerðir og notar tölvu föðurs síns sem er yfirmaður í lögreglunni til að komast yfir nöfn fanga sem eru í fangelsi fyrir alvarlega glæpi og drepaur þá alveg í hrúgum. ég vil ekki spoila neinu því þetta er alveg virkilega þess virði að horfa á það. fyrri helmingur þessarar seríu e svoleiðis að það er ekki hægt að slíta sig frá sjónvarpinu en þetta tapar örlítið sjarmanum undir lokin. inní þetta fléttast svo rosalega miklar pælingar um mannlegan moral og mikil heimspeki býr í þessum þáttum. ekki líður á löngu uns kira er svo kominn með andstæðing sem kallar sig L og lætur hvergi sjá sig svo hann er í raun ónæmur fyrir Death Note þarsem hún krefst bæði vitnesku um jafn og útlit. þetta er mjög Dökkt og drungalegt anime enda fjallar það um raðmorðingja og kerfistbundar heinsunaraðgerðir hans á jörðinni með hjálp Shinigami eða Death god. Teikningarnar eru því mjög ólíkar Fullmetal alchemist sem eru mun glaðlegri. um Death Note hafa verið gefnar út tvær fínustu bíómyndir og þær báðar leiknar. þetta er með skemmtilegra anime sem ég hef séð og alveg hættulega addictive. þessi hugmynd af söguþræði er líka svo frábær og það er unnið alveg virkilega vel með hana. ég hef þessari þáttaröð 9/10 og mæli eindregið með að sem flestir kynni sér þetta.


hérna er byrjunin á fyrsta þættinum

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 6 stig.