Tuesday, April 15, 2008

Fullmetal Alchemist ( Hagane no renkinjutsushi )


Fullmetal Alchemist eða FMA er að mínu mati skemmtilegasta teiknaða sjónvarpsefni fyrri tíma og verður seint toppað. Fyrir þá sem hafa einhvern áhuga að líta aðeins inní veröld Anime teiknimynda ættu að byrja á að horfa á þessa þáttaröð en hún samanstendur af 51 þætti sem eru 24 mínútur hver en það þykir alls ekki langt miðað við aðrar animeseríur. myndirnar eru mjög ljósar og litríkar. Ég er ekki það fróður um anime til að geta nefnt þann stíl hver sem er getur séð að í samanburði við til dæmis Death Note eða Calaymore eða samurai shamploo sem eru allt mjög dökkar og myrkar teikningar þá er virkilega upplífgandi að horfa á litríka heim FMA. Sögurþráðurinn hefur alltaf verið sterkasta hlið japanskra teiknimynda og eru ekki til flottari flækjur neins staðar að mínu mati en í þessum fáu anime seríum sem ég hef séð. ég vil nú tala sem allra minnst um söguna í FMA ef ské kynni að einhver ykkar muni líta á þetta en það er mjög auðvelt að spoila þarsem það gerist nánast í hverjum einasta þætti að eitthvað nýtt og spennandi komi í ljós. Það reyndar veldur helsta gallanum við þessa seríu og raunar flest það anime sem ég hef séð en það er hversu slungnir höfundar eru að valda "fíkn" í þættina. En það er svo óendanlega auðvelt að festast yfir þeim að áður en maður veit af er allur dagurinn búinn og 25-30 þættir liðnir. Sagann í FMA er mjög heilsteipt og fer bara útfyrir efnið einn þátt af þessum 51 en það er svokallaður filler. Þættirnir hafa verið dubbaðir á Ensku en ég mæli engan vegin með að horfa á þá þannig og ég held að það séu allir animeáhugamenn sammála um.
Fullmetal Alchemist segir frá bræðrunum Alponse og Edward sem eru ekki nema svona 9 ára þegar þeir ákveða að læra hina fornu list alchemy sem er fyrir okkur einskonar galdur en er í raun vísindi og byggir á lögmálinu um jafnvægi, að ef þú gefur ekkert þá færðu ekkert. þættirnir byrja semsé á því að bærðurnir taka þá ákvörðun að beyta hinni forboðnu hlið alchemy og reyna að endurlífga móður sína. fyrir þetta gjalda þeir með líkömum sínum og fjallar serían um leit þeirra að the philosofer stone sem hefur þann mátt að rúfa þetta lögmál um jafnvægið og geti þannig gert þeim kleift að endurheimta líkamsparta sína. "The Philosophers' Stone: those who possess it, no longer bound by the laws of Equivalent Exchange in Alchemy, may gain without sacrifice, create without equal exchange. We searched for it, and we found it." Heimurinn sem sagan gerist í er alveg magnað sköpunarverk og varla er hægt að lýsa spennunni sem býr í þessum þáttum persónurnar eru virkilega flottar og miklar tilfinningar koma fram hjá þeim svo áhorfandinn kynnist þeim mjög vel. þetta gerir það líka að verkum að spennan magnast þegar manni finnst svo mikið í húfi að persónum takist ætlunarverk sitt. Ég verð að mæla með því að sem flestir finni sinn innri nörd og horfi á að minnsta kosti 10-15 þætti af þessu og sjá hvort þeir geta hætt án þess að klára seríuna eftir það. Framleiðendur þáttanna eru Square en þeir eru þekktir tölvuleikjaframleiðendur í Japan og komu einnig að gerð myndarinnar Final Fantasy VII: Advent Children sem ég hef bloggað um nú þegar. ég ætla að gefa Fullmetal Alchemist seríunum 10/10 mögulegum í einkunn og mæli eindregið með að þi skellið ykkur á einhverja af torrentsíðunum og sækið ykkur nokkra þætti. Fma er líklega þekktasta animeserían um þessar mundir og er valin sú bestaá fleiri en einum og fleiri en tveimur áhugasíðum um anime.


Eftir að hafa horft á fjöldann allan af youtube videoum í leit að einhverju sem gat sýnt eitthvað af þessu án þess að spoila komst ég að því að það er varla til staðar nema í svona fáránlegum klippum með einhverju steiktu lagi yfir.... en allavega það er skárra en ekkert þetta allavega sýnir smá þó þetta byggi á glensinu í þáttunum frekar en því sem maður hefur aðallega gaman af. alveg skemmtilegt video samt....verst samt með the Hamster Dance svo ef þið setjið á mute þá er það miklu eðlilegra :P

1 comment:

Siggi Palli said...

Flott færsla, og alltaf gaman að lesa um eitthvað sem maður þekkir ekki. Þessir þættir hljóma skemmtilega, og aldrei að vita nema maður reyni að nálgast þá. 8 stig.