Tuesday, April 15, 2008

Futurama: Bender's Big Score



Þarna er fyrst mynd sem ég hafði beðið lengi eftir enda tölvuert meiri áhugamaður um Futurama en Simpsons. Futurama er svo tær snilld að ég gat ekki trúað því uppá framleiðendur að þeir myndu klúðra myndinni með svona ætðislega karaktera. þeir klúðruðu henni svo sannarlega ekki og út kom þessi líka æðislega mynd. það sem ég skil samt ekki er afhverju í ósköpunum ég vissi ekki af því fyrr en ég sá hana allt í einu á www.mininova.org og sagði þá samstundis vinum mínum sem vissu ekki heldur af því. þessi mynd kom svo aftanað mér.. sem er þannigséð alveg skemmtilegt, bara soldið furðulegt. höfnudur myndarinnar byrjar auðvitað á mikilli hefndarstarfsemi á kostað Fox en þeir vildu hætta að framleiða þessa þætti sem ég til algert siðbrot, þarna var á ferðinni þvílík menningargersemi að hálfa væri nóg. Söguþráður myndarinnar er soldið skemmtilegur þarsem hann inniheldur búnað sem gerir persónunum kleift að ferðast um tímann án afleiðinga sem er svo rosalega erfitt að hugsa sér að ég hætti að botna í söguþræðinum eftir ákveðinn fjölda tímaflakka og ákveðið magn drykkja. myndin endurvekur algerlega stemningu þáttanna sem mér fannst alveg æðislegt því hún gaf manni alveg nostalgíuna. Fry og auðvitað Bender verða manni ekki fyrir vonbrigðum ásamt Dr. Zoidberg og professor Farnsworth. þeir sem ekki vita af þessari snilld ættu að kíkja á hana undir eins, algert skylduáhorf fyrir teiknimyndafreak og aðra sem hafa gaman af.... eh..fyndnum hltum.... ég gef Futurama: Bender's Big Score 8/10

Leela: What's the secret of time travel doing on Fry's ass?
Fry: It was bound to be somewhere!

Trailerinn sem drullar alveg yndislega yfir Fox:

Það eru kenningar um að framleiðendur séu núna að vinna að nýrri seríu svo maður á bara að bíða og vona það besta :D

2 comments:

Siggi Palli said...

Skemmtileg mynd og ég lenti einmitt í þessu sama, sá hana bara alltíeinu birtast á netinu. Skemmtileg uppákoma!
Já, maður verður að hata Fox. Þeir hafa cancelað tveimur af 10 bestu gamanþáttaröðum allra tíma í Futurama og Arrested Development. Og það er auðvitað bara púra illmennska.

Siggi Palli said...

Gleymdi stigagjöfinni. 5 stig.