

Þessi mynd fannst mér svolítið skemmtileg en ég hef heyrt mjög mismunandi skoðanir um hana. mér fannst hún bara svo þægileg að horfa á sæmilega fyndin og fjallar um það hvernig Juno tekur þessu mikla veseni með mikilli yfirvegun og rólegheitum. ég hef reyndar svolítið mikið gaman af ho

Juno fær alveg afburðargóða dóma og má nefna 8,2 á imdb auk hrúgunnar af verðlaunum sem hún vann en þau eru 39 að tölu sem er alveg rosalegt. sjálfur ætla ég að gefa myndinni 8/10
merkilegt nokk er Juno samt þriðja myndin núna á mjög stuttum tíma sem fjallar um óléttu án vilja og eru samsæriskenningar um að hún tilheyri einhverri andfóstureyðingarbaráttu í Hollywood sem er alveg ábyggilega alveg rosalegt bull en hinar myndirnar eru Knocked Up og Waitress sem báðar komu út árið 2007.
fyrir þá sem vilja fræðast frekar um hana eru hér linkar á imdb og wikipedia.
Hérna getið þið séð trailerinn af myndinni:
og hér er loks lokaatriði myndarinnar sem sumum finnst afskaplega flott en það er pínu í taugarnar á mér því það er svo óþarflega mikið happy ending atriði og eins og Siggi sagði svolítið andstætt persónu Juno að láta sér detta í hug að gera eitthvað þessu líkt. annars finnst mér sviðsmyndin og uppstillingin í þessu atriði frekar flott og litirnir mjög sérstakirog eins og þetta lag sem einkennir alla myndina ásamt öðrum svona skrýtnum muldurlögum sem passa flott inní hana.
1 comment:
Fín færsla. 6½ stig.
Post a Comment