Tuesday, April 15, 2008

Árið í heild sinni

ég hef verið alveg virkilega ábægður með þessa valgrein og hún hefur verið svona soldill ljós punktur gegnum þennan massíva skólaleiða. Þetta námskeið hefur verið ansi fræðandi og skemmtilegt að kynnast þessum gömlu myndum með leiðsögn. helstu kostir fagsins voru þó myndirnar sem við gerðum en stuttmyndamaraþonið var alveg frábærlega skemmtileg hugmynd og gerði manni eftirminnilegan dag. seinni myndin var líka skemmtileg en óneitanlega meira basl og það er kannski helsti gallinn við námskeiðið, hversu seint kom að þessum hlutum öllum. það er auðvitað því að kenna hversu seint tölvan kom í hús en það var svona soldið mikið down á annars þessum skemmtilega kúrsi að þurfa að gera svona margt alveg undir lok ársins. þetta verður náttla öðruvísi þegar myndavélin verður til staðar allt árið. ég hefði þannig séð viljað hafa annað svona stuttmyndamarathon, kannski aðeins veigameira, þar sem tölvan hefði komið með seinni daginn en samt gert það að verkum að myndirnar mundu ekki taka meira en tvo daga og hafa þannig deadline. þetta væri skemmtilegt sem þriðja mynd ársins. þessi áfangi ætti að mínu mati að vera próflaus eða amk ætti prófið að vega mjög lítið, en það eru skólayfirvöld sem ráða því skildist mér nú svo því verður seint breytt, en það væri svo flott ef að 3 til 4 stuttmyndir yfir veturinn ásamt kannski fyrirlestri/um og kannski einhverju öðru væri bara nóg. Myndirnar sem horft var á voru margar hverjar skemmtilegar og hinar voru áhugaverðar eða bara myndir sem maður á að sjá yfir ævina eins og 8 og 1/2 og er því upplagt að nota tækifærið og horfa á það hér. reyndar finnst mér að það hefðu mátt vera örlítið meira af nýlegri myndum með en það skiptir kannski ekki öllu máli.
hvað bóklega efnið varðar þá var það að mínu mati mjög vel til fundið, reyndar fannst mér það fikra sig aðeins í áttina að absúrdisma og bulli þegar farið var í handritin og þessar myndir sem þeim tengdust. það hefði þannig séð verið gaman að gera ítrekaðar tilraunir í stofunum með myndavélina til að athuga þessar kenningar sem við lærðum en það er engin sérstök þörf á því.
á heildina litið er ég alveg afskaplega ánægður með þetta og hefði ekki vilja velja neitt annað. það sem mér fannst algerlega standa uppúr voru stuttmyndirnar tvær og þá sérstaklega maraþonið. sá tími sem fór í að horfa á stuttmyndir og scetch í kennslustundum var samt sá áhugaverðasti því ég hef haft alveg virkilega litla reynslu af stuttmyndaáhorfi og þetta virkilega kveikti þann áhuga í mér og ég hef leitað uppi stuttmyndir eftir þetta. ég vona eftirkomandi árganga vegna að þetta námskeið fái að haldast áfram og þeir haldi því uppi.
takk fyrir mig

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágætispunktar. 5 stig.
Tek undir það að auðvitað væri best að hafa áfangann próflausan.
Ég er sammála því að ég þarf að endurskoða handritaumfjöllunina.
Það væri gaman ef maður gæti komið við einhverri verklegri kennslu með myndavélina og klippitölvuna í tíma, en ég á frekar erfitt með að sjá fyrir mér hvernig mætti útfæra það í svona stórum hóp.

Þú ert þá kominn með 87½ stig á vormisseri.

Takk fyrir veturinn.