Tuesday, April 15, 2008

Family Guy Presents Stewie Griffin: The Untold Story

finnst ég var búinn að skrifa um Futurama myndina og Sipsons myndina fannst mér við hæfi að skella inn einni stuttri færslu um Family Guy myndina. hún er nokkuð eldri en hinar tvær en merkilegt nokk þá gera IMDB kjósendur ekki greinarmun þessum 3 myndum og gefa þeim öllum nákvæmlega sömu einkunn, 7,8 . Það þykir mér soldið merkilegt þarsem mér finnst simspons myndin eki komast með tærnar þar sem þessi og Futurama eru með hælana. Family Guy Presents Stewie Griffin: The Untold Story fjallar um það þegar reiða barnið Stewie sér fyrir tilviljun mann sem er sérkennilega líkur honum í sjónvarpinu. hann verður skiljanlega forvitinn og dettur strax í hug að þarna sé um að ræða raunverulegan föður hans og finnst það passa miðað við hversu mikið greindari hann er en þessi viðrini sem hafa kallað sig fjölskyldu hans. Stewie fer og athugar málið ásamt hundinum Brian og kemst að því að maðurinn er ekki faðir hans heldur hann sjálfur áratugum síðar þegar fólk fer ekki lengur í frí til annarra landa heldur til annars tíma. Stewie kemst að því við það að fara með hinu sjálfi sínu fram í tímann aftur að hann er orðinn alger ræfill og eins ólíkur sjálfur sér og hugsast getur. þetta orsakast allt af atburði sem kom fyrir í bersku hans og Stewie ákveður að fara aftur í tímann og bjarga framtíð sinni frá glötun.
Þetta er virkilega skemmtilegur sögráður og nær hann seth Mcfarlane að halda Family Guy ljómanum eins og hann gerist bestur yfir myndinni svo hún er bara eins og langur og mjög skemmtilegur þáttur. þessi mnd fær 9/10 í einkunn hjá mér og titilinn tær snilld.

1 comment:

Siggi Palli said...

Mér fannst þessi alls ekki eins mikil bíómynd og hinar tvær. Alveg hægt að hafa gaman af henni, en mér fannst hún vera meira eins og 3 þættir sem voru soldið tengdir.
4 stig.