Monday, April 14, 2008

The Devils Backbone


Eftir að hafa verið í Spænsku í 3 ár og horft þar á fjöldann allan af leiðinlegum myndum verð ég að viðurkenna að þessi mynd varð til þess að áhugi mynn á Spænskri kvikmyndalist endurlífgaðist og bjargaði mér jafnvel frá fáránlegum fordómum sem hefpi ekki verið gaman. Ég hafði mjög gaman af henni og er alveg örugglega ekki sá eini því myndin fær 7,6 á imdb.
Myndin gerist á Spáni árið 1939 og fjallar um 10 ára dreng sem er settur á munaðarleysingjahæli þar sem ekki er allt með felldu en þar er auðvitað reymt ásamt því að einn stjórnandinn er alveg snargeðveikur maður sem hefur þegar myrt einn og er við það að myrða annan dreng á þessu heimili. Myndin er þónokkuð drungaleg og rýkir soldið mikill óhugnaður yfir henni en þó aldrei neinn viðbjóður sem er alveg ágætis tilbreyting. þessari mynd gef ég 7/10 og er mjög sáttur með að hafa séð hana og mæli með henni. mynd þessi vann alveg þónokkur verðlaun og má þar nefna ALMA, Saturn og MTV movie awards.