Monday, April 14, 2008

Walk Hard, The Dewey Cox Story



Handritshöfundar Walk Hard: The Dewey Cox Story eru so miklir andskotans snillingar að það hálfa væri helmingi meira en allt of mikið. þeir Judd Apatow og Jake Kasdan hafa átt magnaða röð af æðislegum myndum en Jake Kasdan er einnig leikstjóri þessa meistaraverks. Judd Apatow kemur að Superbad (sem trónir ásamt þessari mynd á topplistanum mínum) og á því sama ári Knocked up, sem er reyndar ekki alveg janffrábær en samt að mínu matir ein af bestu myndum ársins 2007 þrátt fyrir alveg fáránlegan endi. Apatow kom einnig að Talladega Knights: the Ballad of Ricky Bobby sem er tær snilld þar á undan The 40 year old Virgin þar á undan Anchorman The Legend of Ron Burgundy sem er mín uppáhaldsmynd. Walk Hard: The Dewey Cox Story fjallar um alla ævi Dewey Cox sem er líklega ein sú allra skrautlegasta sem sögur hefðu farið af ef hann hefði verið til en eins og sagt er svo skemmtilega frá í myndinni: "Cox sleeps with 411 women, marries three times, has 22 kids and 14 step-kids and gets addicted to - and then kicks - every drug known to man."Myndin gerir grín að helstu tónlistarsögutímabilunum og þekktustu artistum hvers tíma og verður Dewey alltaf eins mikil steríótýpa og hægt er að vera fyrir hvern og einn tíma og er alltaf á kafi í týskudrugginu.
[from trailer]






Sam
: [after Dewey accidentally barges in a room filled with smoke and groupies]
[coughs]
Sam: Get outta here, Dewey!
Dewey Cox: What are y'all doin' in here?
Sam: We're smoking reefer and you don't want no part of this shit.
Dewey Cox: You're smoking *reefers*?
Sam: Yeah, 'course we are; can't you smell it?
Dewey Cox: No, Sam. I can't.
Girl Groupie: Come on, Dewey! Join the party!
[takes a hit off a joint]
Sam: No, Dewey, you don't want this. Get outta here!
Dewey Cox: You know what, I don't want no hangover. I can't get no hangover.
Sam: It doesn't give you a hangover!
Dewey Cox: Wha-I get addicted to it or something?
Sam: It's not habit-forming!
Dewey Cox: Oh, okay... well, I don't know... I don't want to overdose on it.
Sam: You can't OD on it!
Dewey Cox: It's not gonna make me wanna have sex, is it?
Sam: It makes sex even better!
Dewey Cox: Sounds kind of expensive.
Sam: It's the cheapest drug there is.
Dewey Cox: [at a loss and out of excuses] Hmm.
Sam: You don't want it!
Dewey Cox: I think I kinda want it.
Sam: Okay, but just this once. Come on in.

með þessum orðum byrjar eiturlyfjaferill Deweys.
Með Aðalhlutverk myndarinnar fer John C. Reilly og gerir það með miklum glæsibrag alveg frá því persóna hans á að vera 14 ára en þessi karlalegi leikari þarf á yngstu árunum alltaf að taka það fram hversu gamall hann er til að fólk viti það og er það einstaklega fyndið þar sem hann er 42 ára að leika 15 ára þriggja barna föður með 13 ára konu sinni. þessi mynd fær 9,5/10 og er að mínu mati ein allta fyndnasta mynd sem til er ásamt þessum stórkostlega söguþræði og magnaða handriti því díalogurinn er alger snilld og samtölin eru öll byggð upp svipuð þeim í Anchorman og Talladega Knights þar sem fáránlegum og algerlega tilgangslausum commentum er skotið inn og allt er alveg rosalega íkt. það er gaman að sjá mynd gera svona grín af Bítlunum sem að hafa verið uppi á svo miklm stalli alltaf að það er meiraðsegja bannað að remixa lögin þeirra, en ég ætla ekki að fara útí það ennþá, en það er allavega löngu kominn tími á það að draga þetta fráránlega goðsagnakennda og ofmetna band örlítið niður. myndin skartar alveg ofboðslega mikið af leikurum sem maður þekkir í litlum hlutverkum, en þarna kemur fram t.d Jack Black í hlutverki Paul's Mcartney, Paul Rudd sem John Lennon og Jane Lynch sem sjónvarpsmaður. Tónlistin sem samin er fyrir myndina er alveg stórfengleg og lögin eru alveg ofboðslega klassísk fyrir þann tíma sem þau eiga að gerast á en eru mjög skemmtileg og engu síðri en hver önnur lög frá þessum tímum og virkilega vel samin og útsett. það hefur greinilega verið haft mikið fyrir þessari stórskemmtilegu mynd og ég mæli eindregið með því að hver einasti sjái hana. ég mæli með að fara á hana í bíó bara ef hún er ennþá sýnd þ.e.a.s eða bara punga út fyrir henni.

Hérna er atriðið með Bítlunum að taka LSD :


hérna er Jack White í hlutverki Elvis Prestley:

1 comment:

Siggi Palli said...

Flott færsla. Maður þarf greinilega að sjá þessa. 8 stig.
Frábær lína í Bítla-klippingu: "You're almost as good as the Monkees."