Tuesday, April 15, 2008

Stranger Than Fiction

Þessari stórskemmtilegu og gamansömu mynd var leikstýrt af Marc Forster en það er einkum handritið sem er svo skemmtilegt við hana en það er eftir Zach Helm. Myndin fjallar á mann (sem leikinn er af Will Farrel) sem lendir í þeirri absúrd stöðu að vera mitt á milli lífs síns og skáldsögu. hann er semsagt aðalpersóna í í nýjustu bók rithöfundar sem leikinn er af Emmu Thompson. Sagan er í þriðju persónu og þar af leiðandi er Harold Crig ( Will Ferrel) stöðugt að heyra rödd rithöfundarins að lýsa því sem hann gerir og hugsar. hann kemst svo að því einn daginn að hún er að reyna að finna leið til að drepa hann. með hjálp bókaspegúlants sem leikinn er af Dustin Hoffman leitar hann að höfundinum til að reyna að stoppa þennan atburð. leikararnir eru auðvitað allir þaulreynir og afburðar góðir í myndinni og hún hefur létt yfirbragð en samt svolitla hugsun. helsti gallinn við hana er að hún verður stundum að svolítilli rómanstískri gamanmynd sem er svolítið mikið gert úr. annars finnst mér þessa mjög skemmtileg mynd og gef henni 8/10 í einkunn fyrir það hversu vel persónurnar eru skapaðar og merkilega gott handrit. Harold Crig er skemmtilega stórfurðulegur, telur allt sem hann kemst í tæri við og er alveg óþolandi skipulagður alveg þangaðtul atburðarrás myndarinnar hefst en þá er hann sleginn svo alvarlega útaf laginu að hann breytist alveg algerlega og er orðinn glænýr maður undir lokin.

1 comment:

Siggi Palli said...

Stórskemmtileg mynd, og alveg skemmtilega "rewatchable". Ágætisfærsla líka. 4 stig.