Tuesday, April 15, 2008

Talladega Knights: The Ballad of Ricky Bobby



Þarna er önnur æðisleg gamanmynd með Will Farrel í aðalhlutverki en hann fór aíðast allsvakalega á kostum í Blades of Glory einstaklega steiktri listdansskautamynd ásamt Napoleon Dynamite gaurnum. Talladega Knights fellur inn í eins konar seríu af myndum finnst mér sem hófst á Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, svo kom Talladega Knights: The Ballad of Ricky Bobby og nýjasta myndin Walk Hard: The Dewey Cox Story, þessar myndir hafa bara svo líka titla og svipað crew ásamt því hversu rosalega áþekkar þær eru þar sem þær byggja allar á rosalegri dýrkun á ákveðinni sjúklega ýktri steríótýpu sem gerir í raun ekkert til að breyta útaf því sem ætlast er til af henni. Það er lítið hægt að setja út á Talladega Knights en þó finnst mér hún langsíst þessarra mynda sem ég nefndi hér að ofan. Myndin fjallar um svona hálfgerðan looser sem tekst auðvita að vinna sig upp í að verða alger kappaksturshetja. Þetta er mjög gamansöm mynd og Will Ferrel fer auðvelt með að láta fólk hlæja af klunnaleik sínum en hann er einnig handritshöfundur ásamt Adam McKay sem hefur komið að nokkrum meistaraverkum gegnum árin, meðal annars myndunum um Ron Burgundy.Með aðalhlutverk myndarinnar fara;Will Farrel, Gary Cole, John C. Reilly og Adam McKay.


[first lines]
Reese Bobby: [Reese is speeding] Guess how fast were going now.
Lucy Bobby: [screams] I don't care, I'm having a baby!
Reese Bobby: Hundred and five miles an hour, you believe that?

þessi mynd er æðisleg snilld og hana ættu allir sem höfðu gaman af Anchorman að sjá. ég gef henni 8/10



hérna er einstaklega skemmtilegt atriði þegareinkennandi fyrir húmor myndarinnar kemur fyrir.

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 5½ stig.