Tuesday, April 15, 2008

The Simpsons Movie

Fór á hana í bíó fyrir nokkrum mánuðum og sá hana svo aftur núna fyrir sturru á avi og verð að segja að hún tapaði því sem hún hafði, en ég var ekkert neitt ofurhrifinn af henni þegar ég sá hana fyrst. þetta er alveg ágætis mynd en alls ekkert eins frábær og hún ætti að vera sem fyrsta simpsons myndin. þeir biðu svo lengi með að gefa hana út að allir vou komnir með svo trylltar væntingar. reyndar er ég nú á þeirri skoðunn með þáttaraðirnar að þær séu ekkert einsfrábærar og fólk vill meina. Sambærilegir þættir, futurama, family guy og amercan dad finnst mér allir þónokkuð betri en Simpsons. en þar sem ég er mjög metnaðarfullur sjónvarpsglápari þá læt ég mig nú hafa það einu sinni í viku að horfa á simpsons þegar þeir koma út. Myndin sem ég hefði búist við að væri bara eins og langur þáttur var það ekki beint. þeir gerðu hana að svo mikilli bíómynd, hollywoodmynd meiraðsegja þar sem allt varð gott og fallegt í endann. svo í raun var myndin eins og langur barnalegur sipsonsþáttur sem var algerlega búið að skera undan. myndin má nú reyndar eiga það að hún hafði sín moment og ég gat vel hlegið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar heppnin var með mér og ég taks á þetta youtubevideo sem tók fyndnu atriði myndarinnar saman á túmum 6 mínútum
til að summa þetta allt saman upp þá var þessi mynd hvoki góð né léleg bara svona fín. ég mundi samt persónulega nota tímann frekar í að horfa á 4 staka simpsons þætti ég hef henni 6/10

eftir að skoða mig aðeins um á netinu hef ég komsit að því að ég er greinilega ekki alveg á sama máli og aðrir með þessa mynd og hún vann apparently ógeðslega mikið af verðlaunum og er með heila 7,8 á imbd....

1 comment:

Siggi Palli said...

Ég tek undir það að myndin var ekki nógu beitt. Í stað þess að gera mynd fyrir dygga áhorfendur seríunnar var eins og þeir reyndu að höfða til allt of margra, og fyrir vikið varð myndin ekki neitt neitt.
4 stig.