Monday, April 14, 2008

Smack My Bitch Up

ég ætla að gerast svo djarfur að breyta útaf þessari kvikmyndaumfjöllun sem ég hef verið með undanfarið og tala um eitt umdeildasta tónlistarmyndband sögunnar. Veit ekki afhverju en lagið bara poppaði uppí hugann. það er alveg bókað mál að allir sem lesa þessa færslu þekkja lagið en það er eins og mig minni að videoið hafi verið bannað á fles töllum tónlistarmyndbandastöðvum hér á íslandi nema á svona "sérstökum" tíma sem var alltaf klukkan svona 3 á nóttunni. reyndar hefur þetta nú eflaust mildast en ég hef ekki horft á tónlistarmyndbönd frá því að þetta var svona akkúrat mainstream svo ég veit ekki... allavega þá grípur þetta frumlega og stórkostlega myndband athygli manns um leið þegar það byrjar á fyrstupersónu sjónarhorni af manni að raka sig, skella sér á dolluna og loks klæða sig. því næst sturta í sig áfengi og fylla nasirnar af kókaíni. því næst er förinni heitið akandi niðrí bæ. þetta er ekki eitthvað sem maður sér of oft í tónlistarmyndböndum og eru hljómsveitin leikstjóri myndbandsins Jonas Akerlund miklir frumkvöðlar þegar kemur að þessum bissniss... ekki það að ég tali af no kkurri vitneskju um tónlistarmyndbandabransann en þetta er samt rosalega ólíkt öllu öðru sem maður hefur séð og þetta stendur á wikipedia svo það getur ekki verið annað en satt :$ .
Ferð dópaða og drukkna mannsins heldur áfram á skemmtistað þar sem allr er orðið ansi svona fuzzy og myndavélin tekin að vagga svolítið og henni er beitt á alveg einstaklega sannfærandi vegu og þetta er greinilega soldið mikið pælt. kvöldinu er svo fylgt eftir í blackoutscetchum persónunnar og það er rosalega flott hvernig effectarnir lýsa blackoutunum. sögu"hetjan" fer um staðinn og brýtur og bramlar og áreytir og lemur og ælir og er bara með allan þann mesta ólifnað sem maður verður var við... þetta olli miklum deilum í samfélaginu og meðal annars urðu feministar alveg brjálaðir. eins og svo margt sem er svona umdeilt varð þetta gríðarlega vinsælt og man maður ekki síður eftir myndbandinu en laginu sjálfu sem þó er einn af þeim titlum sem heldur nafni hljómsveitarinnar Prodigy á lofti. Videoið vann til marga verðlauna og fékk einnig heiðurstitilinn Most Controversial Video in MTV's history. hvort sem maður hefur áhuga á tónlistinni eða ekki þá held ég að þetta video kveiki áhuga og svolitlar pælingar því það er alveg virkilega flott og endar líka á það furðulegan hátt ( þ.e.a.s sú útgáfa myndbandsins sem var bönnuð hvað lengst) að maður verður soldið ruglaður.

Þetta myndband er, þrátt fyrir að standa óneitanlega uppúr, ekki eina prodigy myndbandið sem hefur vakið svoltila umfjöllun og eru þeir þekktir fyrir einstaklega frumlegar hugmyndir og skemmtilega útúrsýrðar pælingar í videounum sínum enda eru þeir einstaklega útúrsýrðir gaurar. þarna má nefna myndbandið við lagið One Love sem er tölvugert og mjög svo furðulegt.


1 comment:

Siggi Palli said...

Ég held ég hafi bara aldrei verið búinn að sjá þetta myndband. Svosem alveg ágætt og frekar óvæntur endir.
Fín færsla. 6 stig.