Thursday, December 6, 2007

Equilibrium


Epuilibrium kom út árið 2002 og var leikstýrt af Kurt Wimmer. Þetta er framtíðarmynd, ádeila á samfélagið sem við lifum í og hvernig það er að þróast, þó mjög langsótt. Farmtíðarsýn höfundar er mjög svört. öllum er skylt að taka inn lyf sem deyfir niður allar andlegar tilfinningar. Allt er mjög grátt og dautt þarna, enda er öll list og allt sem veitir hamingju bannað þarna og liggur dauðarefsing við hverskonar umstangi kringum þessháttar. Aðalpersónan John Preston er hátt settur í lögreglunni þarna og hafa þeir þróað bardagalist með þar sem byssum er beitt á stórfurðulegan hátt, allt reiknað út útfrá stærðfræðilegum aðferðum til að valda sem mestum skaða á sem skemmstum tíma. Preston sleppir þessum lyfjum sem öllum ber að taka og áttar sig á tilfinningum í fyrsta skipti og gengur í lið uppreisnarmanna og reynir að steypa stjórninni. Bardagaatriði myndarinnar eru alveg rosaleg og að því leyti er myndin með þeim betri sem ég hef séð. Þetta er stórgóð mynd sem fær mann til þess að hugsa svolítið. Mjög flott pæling og skemmtilega unnið úr henni.

No comments: