Sunday, October 14, 2007

Samotári

Fyrri myndin sem ég fór á á kvikmyndahátíðinni ber heitið Einfarar eða Samotári á frummálinu sem er Tékkneska. Leikstjórinn, David Ondricek, var einmitt maðurinn í „kastljósinu“ á kvikmyndahátíðinni og var honum skipaður sér sess og voru verk hans kynnt nokkuð vel. Ondricek sérhæfir sig í einkennilegum og frumlegum gamanmyndum. Hann gerir því að minnsta kosti tilraunir til að kæta bæði þá sem vilja listrænar myndir og þá sem vilja hlæja. Þessi mynd fannst mér svosem passa inní þetta form, hún var allavega listræn og það hlógu vissulega nokkrir í salnum. Myndin fjallaði um fólk í Tékklandi sem er að fóta sig í lífinu. Eru þarna margar sögur af mörgum einstaklingum sem svo tvinnast saman og í lokin kemur í ljós að það voru tengsl milli langflestra ef ekki allra persónanna. Persónurnar voru nokkuð skrautlegar og ein og ein þeirra skemmtileg. Allt frá því að segja frá nett geggjuðum lækni sem hafði „stalkað“ konu eina í nokkur ár og jafnvel gengið svo langt að brenna sig með henni... sem reyndar misheppnaðist. Þessi læknir var þó giftur og á tvö börn. Skemmtilegasta persóna myndarinnar að mínu mati var svo langt leiddur eiturlyfjaneytandi sem heldur sig þó enn við létt efni. Hann er svo stoned gaur og leikarinn túlkar það afskaplega vel. Það er af honum að segja að hann finnur ástina í lífi sínu og eiga þau afskaplega vel saman. Seinna kemst hann samt að því að grasið sem hann hefur reykt hefur fuckað minni hans svo rækilega upp að hann átti þegar kærustu.

Að mínu mati var lítið varið í þessa mynd og hún var voðalega lítið annað en nokkur flott skot og einn og einn brandari. Þessi mynd er að fá góðar viðtökur og alls ekki slæma imdb einkunn en allavega ekki alveg my cup of tea.

No comments: