Thursday, December 6, 2007

Princess Monanoke


Mononoke Hime

Kom út 1997 og var sú mynd sem kom honum eiginlega á kortið hér í Evrópu og Ameríku enda algert meistaraverk. Þessi mynd er sú fyrsta sem hann notast við tölvugrafík og kemur það mjög flott út og gefur myndinni dýpt sem eldri myndir hans skorti. Þessi mynd situr í þriðja sæti yfir vinsælustu anime myndir Japans en myndirnar sem prýða 1 og annað sætið eru einnig eftir Miyazaki. Myndin á að gerast á Muromachi tímabilinu í Japan en það er milli 1336 og 1573 og fjallar hún um baráttu milli anda og guði skógarins og svo menn í leit að auðlindum. Þessi mynd sýnir sögu menningu japans á flottan hátt og hefur því verið mikils virði fyrir japani hversu vinsæl hún varð. Þrátt fyrir að myndin fjalli um anda og guði og slíkt finnst mér hún samt raunhæfari en aðara myndir hans. Þessi mynd fer líka í þriðja sætið hjá mér yfir bestu myndir hans.

Hayao Miyazaki


Næstu færslur ætla ég að tileinka japanska teiknimyndahöfundinum Hayao Miyazaki. Ég hef aldrei horft neitt að ráði á anime teiknimyndir en um síðustu jól sýndi Rúv myndina Spirited Away eða „Sen to Chihiro no Kamikakushi„ en þessi mynd var önnur teiknimynd til að vinna óskarsverðlaun. Þarna tókst Rúv í fysrta skipti að heilla mig með vali á sjónvarpsefni svo ég ákvað að kynna mér þennan leikstjóra aðeins nánar. Miyazaki er fæddur 1941 og hefur gert fjöldann allan af myndum, ég hef því miður ekki geta séð nema nokkrar þeirra en ég er mjög sáttur með þær sem ég hef séð. Það helsta sem myndir hans eiga sameiginlegt og hans höfundareinkenni eru mikil ringulreið sem ríkir oft á tíðum í myndum hans og í nær öllum myndunum koma fram einhverjir andar eða yfirnáttúruleg öfl. Aðalpersónan er oft kvenkyns og er þá sterk og sjálfstæð persóna sem þroskast með söguþræðinum. Hér nokkur næstu blogg á eftir fara í að greina örlítið frá myndum hans.

Sódóma Reykjavík


Sódóma Reykjavík er að mínu mati og örugglega marga besta íslenska kvikmyndin...þetta er kannski tekið soldið stórt uppí sig en ég er nokkuð viss um að ég sé viss :P það er í raun allt frábært við þessa mynd, handritið er furðuskemmtilegt og margir gullmolar sem koma þaðan. Myndin fjallar um Axel sem er leikinn snilldarlega að Birni Jörundi en hann er í raun bara að leita að sjónvarpsfjastrýringunni fyrir mömmu sína, en á ensku ber myndin einmitt heitið „The Remote control“ Myndin í raun lýsir íslendingum held ég mun betur en allar þessar feikuðu leiðinlegu dramamyndir sem eru allar eins :P sú eina sem mér finnst komast nálægt þessari er Astrópía.

Sunday, October 14, 2007

Mies vailla menneisyyttä

Seinni myndin sem ég fór á hét Maður á fortíðar eða Mies vailla menneisyyttä og er hún partur af Finnlands-Þríleiknum svokallaða. Henni er leikstýrt af Aki Kaurismaki og er sá partur þríleiksins sem fjallar um heimilisleysi. Hinar myndirnar hans sem voru sýndar á hátíðinni fjölluðu um einmanaleikann og atvinnuleysi. Maður án fortíðar var mun skemmtilegri en Loners. Myndin var mjög dökk og litlaus sem kom mjög vel út. Aki Kaurismaki fékk verðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn á hátíðinni og mér fannst frekar fróðlegt að lesa um hann. Myndin segir frá finnskum manni sem kemur með lest til Helsinki en lendir í því að þrír menn ræna hann og lemja. Hann nær að staulast á fætur og koma sér á spítala en hefur fengið það slæma höfuðáverka að hann hefur tapað öllu minni um fyrri tíð. Hann þarf þá að byrja líf sitt uppá nýtt, tekur upp nýtt nafn og verður sér úti um lítinn kofa í fátækrahverfi. Hann nær lífi sínu á þokkalegt ról en er alltaf í peningavandamálum. Leikarinn sem fer með aðalhlutverkið leikur þetta svolítið skemmtilega og beitir nánast engum svipbrigðum alla myndina, sem á vitaskuld ágætlega við hlutverkið. Myndin er þó nokkuð kaldhæðin eins og myndir hans eru oftar en ekki. Aki er þekktur fyrir að vera á móti Hollywood og öllu sem því tengist og því gerir hann allt sem hann getur til að hafa myndina sem ólíkasta Hollywood mynd. Það tekst honum alveg sæmilega.

Maður án fortíðar fékk Grand Prix verðlaun á Cannes 2002 og var tilnefnd til bæði Óskarsverðlauna og Gullpálmans. Og fékk hún góðar viðtökur allstaðar. Að mínu matir er þetta fínasta mynd sem er samt alger óþarfi að fara á í bíó nema manni finnist bíópopp þeim mun betra...

Samotári

Fyrri myndin sem ég fór á á kvikmyndahátíðinni ber heitið Einfarar eða Samotári á frummálinu sem er Tékkneska. Leikstjórinn, David Ondricek, var einmitt maðurinn í „kastljósinu“ á kvikmyndahátíðinni og var honum skipaður sér sess og voru verk hans kynnt nokkuð vel. Ondricek sérhæfir sig í einkennilegum og frumlegum gamanmyndum. Hann gerir því að minnsta kosti tilraunir til að kæta bæði þá sem vilja listrænar myndir og þá sem vilja hlæja. Þessi mynd fannst mér svosem passa inní þetta form, hún var allavega listræn og það hlógu vissulega nokkrir í salnum. Myndin fjallaði um fólk í Tékklandi sem er að fóta sig í lífinu. Eru þarna margar sögur af mörgum einstaklingum sem svo tvinnast saman og í lokin kemur í ljós að það voru tengsl milli langflestra ef ekki allra persónanna. Persónurnar voru nokkuð skrautlegar og ein og ein þeirra skemmtileg. Allt frá því að segja frá nett geggjuðum lækni sem hafði „stalkað“ konu eina í nokkur ár og jafnvel gengið svo langt að brenna sig með henni... sem reyndar misheppnaðist. Þessi læknir var þó giftur og á tvö börn. Skemmtilegasta persóna myndarinnar að mínu mati var svo langt leiddur eiturlyfjaneytandi sem heldur sig þó enn við létt efni. Hann er svo stoned gaur og leikarinn túlkar það afskaplega vel. Það er af honum að segja að hann finnur ástina í lífi sínu og eiga þau afskaplega vel saman. Seinna kemst hann samt að því að grasið sem hann hefur reykt hefur fuckað minni hans svo rækilega upp að hann átti þegar kærustu.

Að mínu mati var lítið varið í þessa mynd og hún var voðalega lítið annað en nokkur flott skot og einn og einn brandari. Þessi mynd er að fá góðar viðtökur og alls ekki slæma imdb einkunn en allavega ekki alveg my cup of tea.

Tuesday, September 18, 2007

Rush Hour 3


ég hafði bara heilmikið gaman af þessari. hef horft á hinar oft og mörgum sinnum í þynnku og veikindum og þær eru alveg fullkomnar í nákvæmlega þær aðstæður. þessi heldur bara áfram því nákvæmlega sama. skemmtilegur og léttur húmor og örlítil spenna. finnst þessi reyndar síst af þeim þremur.
ekki meira að segja... skemmtileg þynnkumynd.

Transformers


Fór nú á þessa mynd uppá flippið með nokkrum vinum mínum en við höfðum lúmskt gaman af henni.. allir heilmiklir nörnar og einn meiraðsegja gamall transformers nörd og vissi þessvegna leiðinlega mikið um þetta allt saman... myndin kom mér nú á óvart og var alls ekki eins kjánaleg og ég hafði búist við. Þessi mynd hefur væntanlega kostað heilan helvítis helling enda borin fram sem stórmynd og tæknibrellurnar alveg rosalegar. hún hafði sinn skerf af húmor en þó fannst mér hann hæfa yngri krökkum meira en okkur. það var slatta spenna þarna og mér tókst allavega að gleima mér soldið yfir henni. annars var þetta alveg rosalega venjuleg mynd í alla staði og fór mjög nákvæmlega eftir hollywood formúlunni eins og við mátti búast af ofurhetjumynd.
í heildina var ég bara mjög sáttur.